Samkoma miðvikudaginn 5. maí kl. 20

Miðvikudagskvöldið 5. maí kl. 20 verður samkoma í Kristniboðssalnum. Nágranni okkar úr Fossvogsprestakalli, sr. María Guðrúnardóttir Ágústsdóttir hefur hugleiðingu og er yfir skriftin „Á bjargi/á sandi“ . Einnig fáum við að heyra gleiðilegar fréttir af kristniboðsstarfinu á Fílabeinsströndinni þar sem Sveinn Einar Zimsen Friðriksson starfar ásamt fjölskyldu sinni og eins heyrum fréttir og kveðju frá Janet Sewell sem starfar ásamt eiginmani sínum í London m.a. meðal íranskra innflytjenda. Allir eru hjartanlega velkomnir og gætt verður að reglum um sóttvarnir.

Athugið að samkomunni verður ekki streymt á netinu að þessu sinni

Samkvæmt gildandi reglum um samkomutakmarkanir mega allt að 100 manns vera við athafnir trúar og lífsskoðunarfélaga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samkomur í Kristniboðssalnum falla undir þennan flokk og munum við gæta þess að fylgja þessum skilyrðum fari fjöldi samkomugesta yfir almenn takmörk sem eru 20 manns