Samkoma miðvikudaginn 24. júní

Miðvikudagskvöldið 24. júní kl. 20 verður lofgjörðar og vitnisburðarsamkoma í Kristniboðssalnum. Bjarni og Helga Vilborg leiða stundina. Þetta verður síðasta hefðbundna samkoman fyrir sumarfrí en í júlí verður boðið upp á samverur þar sem lesnir verða valdir textar úr Biblíunni, þeir ræddir og svo endað á bænastund. Fyrsta slíka samveran verður 1. júlí og verður hún í umsjá Skúla Svavarssonar. Allir eru hjartanlega velkomnir bæði á samkomuna annaðkvöld og á samverurnar í júlí