
Samkomur eru komnar á fullt skrið í Kristniboðssalnum á miðvikudögum og annað kvöld kl. 20 mun Hermann Bjarnason fjalla um upphafskafla 1. Jóhannesarbréfs: „Orðið og vitnisburðurinn, ljós eða myrkur.“ Eftir samkomuna verður kaffi á könnunni. Allir eru velkomnir og um að gera nota nú tækifærið þegar samkomutakmarkanir eru að baki (alla vega í bili) og ekki viðrar til gosgöngu, að koma á samkomu til samfélags og uppfræðslu.
Þess má geta að haustmarkaður SÍK er fyrirhugaður 17. september. Meira um það síðar.