Samkoma miðvikudaginn 10. ágúst

posted in: Fréttir, Heimastarf | 0

Samkomustarf SÍK er komið í fullan gang eftir nokkra vikna hlé í júlí. Í liðinni viku heyrðum við frá Leifi Sigurðssyni um starfið í Japan en fjölskyldan var hér í sumarleyfi en er snúin heim til Japan á nýjan leik. Á samkomunni 10. ágúst kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, mun Haraldur Jóhannsson taugalæknir og fyrrum formaður SÍK fjalla um efnið „Fagnaðarerindið um Krist“. Sagðar verða stuttar fréttir frá starfinu. Systkinin Benedikt og Dagný Guðmundsbörn syngja nokkur lög. Allir eru hjartanlega velkomnir og hvetjum við fólk til að drífa sig á samkomu og eiga gott samfélag í söng, bæn og boðun Guðs orðs. Kaffi í boði eftir samkomuna.