Samkoma miðvikudag – kaffihús

Samkoma verður miðvikudaginn 21. mars kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60.

Kristniboðsfélag kvenna heldur sína árlegu fjáröflunarsamkomu og býður til sannkallaðrar veislu.

Happdrætti með glæsilegum vinningum.

Kaffihlaðborð með girnilegum kökum og brauðréttum.

Yfirskriftin er: Björgun Guðs. Hugvekju flytur Birna Gerður Jónsdóttir.

Allir eru hjartanlega velkomnir og takið endilega með ykkur gesti.