Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 9. janúar kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60.

Skúli Svavarsson og Vigfús Ingvar Ingvarsson segja frá hátíðarhöldum í tilefni af 40 ára afmæli kristniboðsins í Pókot í Keníu. Þeir tóku þátt í hátíðarhöldunum í síðasta mánuði.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Kaffi og meðlæti eftir samkomu.