Categories
Fréttir

Á döfinni

Miðvikudaginn, 15. júlí verður kveðjusamkoma fyrir Katsuko og Leif Sigurðsson og fjölskyldu sem fara til Japans síðar í mánuðinum. Gestur samkomunnar verður Samson Lokipuna biskup í Pókot í Keníu.

Kristniboðsmót verður haldið á Löngumýri í Skagafirði helgina 17.-19. júlí. Þar verður Katusko Sigurðsson vígð til Kristniboða á laugardeginum kl. 17. Enn er hægt að skrá sig á mótið.

Hægt er að hlaupa til góðs fyrir Kristniboðssambandið á Reykjavíkurmaraþoninu 22. ágúst. Skráning hlaupara er í fullum gangi og hægt er að byrja að heita á hlauparana.

Katsuko og Leifur ásamt tveimur elstu börnum sínum, Hannesi og Lilju.
Katsuko og Leifur ásamt tveimur elstu börnum sínum, Hannesi og Lilju.langamyrirvkmarathon