Samkoma í kvöld kl. 20 í Kristniboðssalnum

Allir eru velkomnir á samkomu kvöldsins í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60 (þeim enda sem er merktur Kristniboðssambandinu), 3. hæð. Samkoman hefst kl. 20. Ásta Bryndís Schram fjallar um brotna sjálfsmynd, vanlíðan og von trúarinnar. Keith Reed syngur einsöng og þau hjónin syngja einnig tvísöng. Kaffi eftir samkomuna.