Samkoma í kvöld í Kristniboðssalnum

Að venju er samkoma í Kristniboðssalnum í kvöld kl. 20. Ræðumaður er Skúli Svavarsson kristniboði sem mun fjalla um efnið „Jesús er Drottinn sköpunarinnar“ en textinn er úr Markúasarguðspjalli 4.35-41.

Kaffisopi eftir samkomuna. Allir eru hjartanlega velkomnir. Fyrir samkomuna, frá kl. 19 verður kaffisúpukvöld Kristniboðsfélags karla, öllum opið, og ekki þörf á skráningu fyrirfram. Gjaldið fyrir súpuna er 2.500 og má hver og einn borða eins og hann eða hún getur í sig látið. Fólk sem þess óskar getur mætt á annað hvort kjötsúpuna eða samkomuna, eða hvort tveggja.