Síðasta samkoma fyrir sumarhlé verður í kvöld, miðvikudaginn 29. júní kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Halldóra Lára Ásgeirsdóttir fjallar um „Frið Guðs“. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Engar samkomur verða í júlí og næsta samkoma á eftir þessari verður því miðvikudaginn 3. ágúst, en þar mun Leifur Sigurðsson kristniboði í Japan segja frá og flytja hugleiðingu kvöldsins.
