Samkoma í kristniboðssalnum 8. júní kl. 20

Miðvikudagskvöldið 8. júní verður lofgjörðar og vitnisburðasamkoma í Kristniboðssalnum. Bjarni Gunnarsson og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir leiða lofgjörð. Við heyrum fréttir af kristniboðsakrinum og gefið verður tækifæri til vitnisburða.

Eftir samkomuna er heitt á könnunni

Allir hjartanlega velkomnir !