Samkoma í kristniboðssalnum 27. apríl

Karl Sigurbjörnsson verður ræðumaður á samkomu í Kristniboðssalnum miðvikudagskvöldið 27. apríl. Þema samkomanna þetta vorið er Kristur í Gamla testamentinu og er yfirskift samkomunnar á morgun Móses og Kristur.

Samkoman hefst að venju kl. 20.

Tekin verða samskot til starfsins og eftir samkomuna er boðið upp á kaffi.

Allir hjartanlega velkomnir