Samkoma í Kristniboðssalnum 24. nóvember – breyting á samkomudagskrá í desember

Í kvöld, miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20 verður samkoma í Kristniboðssalnum þar sem Halldóra La´ra Ásgeirsdóttir talar um samfélag okkar við Guð. Eftir samkomu er heitt á könnunni. Velkomin 🙂

Örlitlar breytingar hafa orðið á áður auglýstri samkomudagskrá í desember þar sem ákveðið hefur verið að fresta samkomu til minningar um Jóhannes Ólafsson kristniboða sem vera átti 1. desember. Dagskrá desembermánaðar er því eftirfarandi:

  1. des: Lindin- lifandi útvarp. Stefán Ingi Guðjónsson starfsmaður kristilegu útvarpsstöðvarinnar Lindarinnar segir frá starfi stöðvarinnar og hefur hugleiðingu

8. des: Sakarías Ingólfsson prestur í Noregi talar og segir frá starfi sínu

15. des: Jólasöngsamkoma. Bjarni Gunnarsson, Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Abby Snook leiða dagskrá með jólasöngvum og lestrum sem tengjast jólum og aðventu

Athugið að engar samkomur verða 22. og 29. desember. Fyrsta samkoman á nýju ári verður miðvikudaginn 5. janúar sem er lofgjörðar og bænasamkoma