Samkoma í Kristniboðssalnum 16. nóvember kl. 20

Yfirskrift samkomunnar í kvöld, miðvikudagskvöldið 16. nóvember er: „Þeir hneyksluðust á honum“ og er tekin úr 6. kafla Markúsarguðspjalls. Ræðumaður er Kjartan Jónsson prestur og kristniboði. Eftir samkomuna verður boðið uppá kaffi og tækifæri til að setjast niður og eiga samfélag. Allir hjartanlega velkomnir

Við minnum líka á jólabasar Kristniboðsfélags kvenna sem verður í Kristniboðssalnum laugardaginn 19. nóvember kl. 14- 17. Þar verður í boði mikið af fallegri handavinnu,happdrætti og vöfflukaffi. Allur ágóði rennur til kristniboðsstarfsins