Samkoma á kristniboðsdaginn 14. nóvember kl. 20

Sunnudaginn 14. nóvember sem er kristniboðsdagurinn verður kristniboðssamkoma í Íslensku Kristskirkjunni Fossaleyni 14, Grafarvogi, kl. 20. Vegna samkomutakmarkanna verður kirkjunni skipt upp í tvö 50 manna hólf til þess að sem flestir geti komið og tekið þátt.

Guðlaugur Gunnarsson,kristniboði talar og einnig mun Leifur Sigurðsson kristniboði ávarpa samkomuna frá Japan. Félagar úr karlakór KFUM syngja og börn og ungmenni úr Kristskirkjunni taka virkan þátt í samkomunni m.a. með söng og tónlist.

Ekki er áætlað að streyma samkomunni en við bendum þeim sem ekki eiga heimangengt á útvarpsguðsþjónustu Rúv frá Laufási þar sem Katrín Ásgrímsdóttir, ritari stjórnar SÍK, predikar