Samkoma 15. desember- Kristniboðsfélag karla 100 ára

Kristniboðsfélag karla í Reykjavík náði þeim merka áfanga á síðasta ári að verða 100 ára. Margoft hefur staðið til að halda upp á það með pompi og prakt en samkomumutakmarkanir sett strik í reikninginn. Þar sem 101. afmælis árið er að líða var ákveðið að fagna þessum tímamótum á síðustu miðvikudagssamkomu ársins sem verður í Kristniboðssalnum í kvöld, 15. desember, kl. 20. Skúli Svavarsson og Ragnar Gunnarsson munu hafa stutt erindi um kristniboðsstarfið og sr. Frank M. Halldórsson hefur hugleiðingu. Dagbjartur Elí Kristjánsson leikur einleik á trompet og Halldór Konráðsson, formaður félagsins leiðir stundina.

Samkomunni verður einnig streymt á Facebooksíðu SÍK svo sem flestir geti fylst með en allir eru velkomnir í hús á meðan pláss og takmarkanir leyfa.