Ron Harris gestur samkomunnar í kvöld

posted in: Fréttir, Heimastarf | 0

Ron Harris frá MEDIAlliance í Bandaríkjunum talar á samkomu í Kristniboðssalnum í kvöld, miðvikudag, kl. 20. Hann segir frá tækifærum til að boða fagnaðarerindið með fjölmiðlum, bæði heima við og úti í heimi. Ron hefur einnig hugleiðingu kvöldsins. Hann og þrjú önnur verða síðan fyrirlesarar á ráðstefnu Lindarinnar og Kristniboðssambandsins næstu daga, sjá nánar sér frétt.

Allir eru velkomnir, kaffi eftir samkomuna.