Það styttist í Reykjavíkurmaraþonið

Ertu búin að skrá þig eða heita á hlauparana? 

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2018 fer fram laugardaginn 18. ágúst. Kristniboðssambandið er eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hlaupa má fyrir og heita á í maraþoninu. Skráning í maraþonið er í fullum gangi á síðunni marathon.is. Hátt í 7000 hlauparar hafa þegar skráð sig í hlaupið. Vegalengdir í hlaupinu eru sex þannig að hlauparar geta valið vegalengd sem hentar aldri þeirra og getu. Hlauparar eru hvattir til að skrá Kristniboðssambandið sem sitt góðgerðarfélag. Mikilvægt er að hlauparar hvetji ættingja og vini að heita á sig í hlaupinu. Kristniboðssambandið hvetur kristniboðsvini til að heita á hlaupara sem valið hafa að hlaupa til góðs fyrir Kristniboðssambandið.