Reykjavíkurmaraþon – heitum á okkar mann

Hlauptu til góðs

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2017 fer fram laugardaginn 19. ágúst. Kristniboðssambandið er eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hlaupa má fyrir og heita á í maraþoninu. Skráning í maraþonið stendur yfir á síðunni marathon.is. Þátttakendur geta valið á milli sex vegalengda sem henta fyrir alla aldurshópa og fjölbreytt getustig. Hlauparar eru hvattir til að skrá Kristniboðssambandið sem sitt góðgerðarfélag. Einn hlaupari er skráður til leiks fyrir Kristniboðssambandið. Kristniboðsvinir eru hvattir til að heita á hann. Enn geta hlauparar skráð sig í hlaupið og hlaupið fyrir SÍK.