Ragnar Gunnarsson heimsækir stúlknaskólann í Propoi

Í stúlknaframhaldsskólanum Propoi (Propoi Girls High School) eru nú 400 stúlkur sem njóta þess að sækja þann skóla og búa þar í heimavist. Í fríum er skólinn „Rescue Center“ fyrir stúlkur sem ekki þora heim af því að hætta er á að þær verði umskornar, þær giftar (þeim sem best býður) eða verði fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Einkum þær sem misst hafa annað eða bæði foreldranna eru í þessari hættu. Skólastjórinn er kraftmikil kona og stendur hér með Ragnar, biskupi, presti,tveim höfðingjum og framkvæmdastjóra biskupsdæmisins við eina af fimm heimavistum skólans. Næsta fyrir neðan heitir Skúli og þessi heitir Ragnar. Ekki báðum við Skúli um þetta en merkilegt þótti að þessi Ragnar væri kominn í heimsókn í skólann. Var þar síðast fyrir 3 árum. Þessar heimavistir ná inn á lóð kirkjunnar, m.ö.o. lóð kristniboðsstöðvarinnar í Propoi/Chepareria – fyrir neðan húsið sem  við bjuggum í fyrstu árin okkar í Keníu. Bæði utanríkisráðuneytið og ÞSSÍ hafa styrkt byggingu skólans/heimavista á liðnum 6 árum. Stefnt er að því að stækka skólann enn frekar. Hann var í 14 sæti í fyrra í héraðinu og markvisst er stefnt hærra.PropoiStúlknaskólinn í Propoi