Categories
Fréttir

Rafræn áskrift að Bjarma og Kristniboðsfréttum

Má bjóða þér rafræna áskrift?
Nú er hægt að fá rafræna áskrift að bæði Kristniboðsfréttum, fréttabréfi kristniboðssambandsins og einnig Bjarma, tímariti um kristna trú, sem Salt ehf, bókaútgáfa Kristniboðssambandsins gefur út.
Áskrift að Kristniboðsfréttum kostar ekkert, hvort sem um er að ræða hefðbundna áskrift eða rafræna
Rafræn áskrift að Bjarma kostar 2950 kr á ári og eru það þrjú vegleg blöð
Til þess að sækja um áskrift eða breyta í rafræna fyrir þá sem þegar eru áskrifendur má senda póst á sik@sik.is og mikilvægt að muna að láta fylgja með netfangið sem blaðið/blöðin eiga að sendast á.