Categories
Fréttir

Prestar og prédikarar á námskeiði

Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins er þessa dagana staddur í Pókot í Keníu. Hann kennir á námskeiði fyrir presta og prédikara kirkjunnar. Hann fylgir einnig eftir ýmsu öðru sem Kristniboðssambandið vinnur að í Pókot s.s. byggingum kirkna, skóla og heimavista. Hægt hefur verið að fylgjast með störfum hans á fésbókarsíðu SÍK. Hér er færsla frá 1. […]

Categories
Fréttir

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 7. mars kl. 20, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Lifandi steinar (1. Pét. 2.1-10). Ræðumaður er Bjarni Gíslason. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.  

Categories
Fréttir

Lokasamkoma kristniboðsviku, í dag sunnudag

Lokasamkoma kristniboðsviku verður í dag, sunnudaginn 4. mars kl. 17, í Kristniboðssalnu, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Fylgdu Jesú um allan heim. Ræðumaður er Björn-Inge Furnes Aurdal. Karlakór KFUM syngur undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur. Eftir samkomu verður boðið upp á eþíópískan mat sem þarf að panta fyrirfram.

Categories
Fréttir

Kristniboðsvika, kaffihúsakvöld

Kaffihúsakvöld verður laugardaginn, 3. mars kl. 20, í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Fylgdu Jesú í skólanum. Ræðumaður er Björn-Inge Furnes Aurdal. Félagar úr Kristilegum skólasamtökum selja veitingar til styrktar ferð KSS-inga á UL 2018 (Kristniboðsmót unga fólksins) í Noregi. Allir velkomnir.

Categories
Fréttir Óflokkað

Kristniboðsvika, biblíulestur föstudag

Biblíulestur verður haldinn föstudaginn, 2. febrúar kl. 12:10-13:00 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Steinarnir tala. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson flytur. Léttur hádegisverður seldur til styrktar kristniboðinu. Allir velkomnir.