Þakklátar fyrir íslenskukennslu

Kristniboðssambandið býður nú útlendingum upp á ókeypis íslenskukennslu. Námskeiðið er vel sótt og eins og sést á myndinni er fólkið (reyndar bara konur) hvaðanæva að úr heiminum. Boðið er upp á barnagæslu meðan á kennslu stendur og svo er kaffi og með því á eftir. Leitað var eftir styrk frá Reykjavíkurborg til að standa straum af kostnaði við kennsluna, en því […]

Lesa meira...

Haustmarkaður á laugardaginn

Hinn árlegi haust- og grænmetismarkaður kristniboðsins verður haldinn laugardaginn 12. september, kl. 12-16 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð, norðurenda. Til sölu verða ávextir, grænmeti, sultur, kökur og fleira til heimilisins. Heitt súkkulaði, vöfflur og kaffi á boðstólum. Tekið verður við gjöfum á markaðinn á föstudaginn. Verið velkomin!

Lesa meira...

Íslenskukennsla fyrir útlendinga í Kristniboðssalnum

Kristniboðssambandið býður, í samstarfi við Salt kristið samfélag, upp á ókeypis íslenskukennslu fyrir nýbúa nú á haustmisserinu. Kennt verður fyrir hádegi á þriðjudögum og föstudögum. Foreldrar geta tekið börn sín með sér þar sem boðið verður upp á barnagæslu. Markmiðið er að hjálpa fólki að skilja betur íslenskt samfélag og gera sig betur skiljanlegt. Hugsjónin hefur lifað með nokkrum sjálfboðaliðum […]

Lesa meira...

Afmælishelgi

Hið íslenska biblíufélag heldur upp á 200 ára afmæli sitt á morgun, laugardaginn 29. ágúst kl. 14 í Hallgrímskirkju. Fjölbreytt dagskrá í boði. Við hvetjum alla til að mæta á hátíðina og samgleðjast öðrum biblíuvinum landsins og kirkju Krists á Íslandi. Gídeonfélagið heldur síðan upp á 70 ára sfmæli sitt með samkomu í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg sunnudaginn […]

Lesa meira...

Maraþonið er á morgun, laugardag – Vertu með!

Hlaupum til styrktar kristniboðinu og heitum á hlauparana okkar! Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka 2015 fer fram á morgun, laugardaginn 22. ágúst. Kristniboðssambandið er eitt af þeim góðgerðarfélögum sem hlaupa má fyrir og heita á í maraþoninu. Í fyrra söfnuðu hlauparar rúmum 300 þúsundum krónum til Kristniboðssambandsins. Enn er hægt að heita á hlaupara Kristniboðssambandsins! Þá er hægt að finna á http://www.hlaupastyrkur.is/einstaklingar/ Kristniboðsvinir eru […]

Lesa meira...

Fréttir frá Leifi kristniboða í Japan

Síðan við lentum í Japan hefur mestur tími farið í að flytja inn í nýja íbúð hér á Rokko island. En við erum orðin þrautþjálfuð í flutningum – Hannes sem byrjar í nýjum grunnskóla (í fjórða sinn) sagði við mig að hann væri orðin leiður á að vera sífellt að flytja. Og lái ég honum það ekki enda er þetta í […]

Lesa meira...

Útvarpskristniboð

Kristilegi útvarpsþátturinn Poppkorn er barnaþáttur sendur til Kína. Komið hefur í ljós að hann er ekki síður vinsæll á meðal fullorðinna. Kristniboðssambandið hefur nú í mörg ár kostað þennan þátt sem norska útvarpsstöðin Norea vinnur í samvinnu við Voice of Salvation (Rödd hjálpræðisins) á Tævan. Efni þáttanna er eins konar sunnudagaskóli á öldum ljósvakans með biblíusögum og söngvum. Þemað er […]

Lesa meira...

Starfsmenn Sat-7 í Suður-Súdan

Suður-Súdan hlaut sjálfstæði árið 2011 en í tvö ár hefur geisað borgarastyrjöld í landinu. Tvær milljónir manna hafa flúið heimkynni sín og um tíu þúsund hafa verið drepnir. Sat-7 er kristileg sjónvarpsstöð sem Kristniboðssambandið styður fjárhagslega. Hún starfar í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Ein sjónvarpsrásin sendir eingöngu út barnaefni. Með Jesú er vinsæll tónlistar- og spjallþáttur fyrir börn á aldrinum 8-14 […]

Lesa meira...

Útvarpskristniboð – Heimilisofbeldi

Eitt af þeim verkefnum sem Kristniboðssambandið styður er útvarpsstarf, Norea Radio. Það tekur þátt í verkefni sem kallast Hanna. Verkefnið fest í því að uppörva þjáðar konur um allan heim með vitundarvakningu, útvarpssendingum og markvissu bænastarfi. Útvarpssendingar eru á 64 tungumálum og mánaðarlegir bænalistar gefnir út á 77 tungumálum og dreift í 124 löndum. Í ágúst er beðið fyrir konum […]

Lesa meira...

Stuðningur við hina líðandi kirkju

Nýir þættir á Sat-7 sjónvarpsstöðinni, sem sendir út á farsitungumálinu, eru farnir í loftið. Þættirnir kallast Guð og hinir ofsóttu (God and the persecuted) og hafa að markmiði að styrkja vaxandi fjölda húskirkna í Íran og hjálpa kristnu fólki að þola harðræði á tímum ofsókna. Hver þáttur hefst á dæmi um nútíma ofsóknir og síðan eru skoðaðar þjáningar hinna kristnu […]

Lesa meira...
1 42 43 44 45 46 47