Sagt frá ferð til Eþíópíu

Samvera fyrir eldri borgara verður haldin miðvikdaginn 30. mars, kl. 17.30-19 í Grensáskirkju. Sr. Ólafur Jóhannsson segir frá nýafstaðinni ferð til Eþíópíu þar sem hann kynnti sér starf Kristnboðssambandsins. Í lok samverunnar er hægt að kaupa mat á kr. 1.000,- Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi um hádegi, þriðjudaginn 29. mars, hjá Þuríði í síma 528 4410.

Lesa meira...

Sköpun heimsins

Topias og Eveline eru ung hjón frá Finnlandi sem eru sjálfboðaliðar hjá Kristniboðssambandinu í vetur. Þegar Topias frétti af niðurstöðum skoðanakönnunar fyrr í vetur á vegum Siðmenntar þar sem ekkert ungmenni svaraði því til að Guð hefði skapað heiminn, settist hann niður og skrifaði þessa ágætu grein sem lesa má hér fyrir neðan: HENRY FORD Í VÉLINNI Algengt viðhorf er […]

Lesa meira...

Kristniboði í eigin landi

Kristniboðarnir Katsuko og Leifur Sigurðsson búa og starfa í Japan. Katsuko er japönsk og er því kristniboði í heimalandi sínu. Fréttablað Norska kristniboðssambandsins (NLM) tók eftirfarandi viðtal við hana. „Japanir eru glataðar sálir en dýrmætar í augum Guðs“, segir Katsuko. Hún var sjálf glötuð sál en Jesús fann hana. Í fyrrasumar var hún vígð til kristniboðsstarfa á móti Kristniboðssambandsins á […]

Lesa meira...

Blómlegt æskulýðsstarf í Japan

Kristniboðarnir Katsuko og Leifur Sigurðsson búa og starfa á Rokkóeyju í Japan. Þau skrifa: Febrúar, kaldasti mánuður ársins í Japan, er genginn í garð. Þrátt fyrir kuldann og skammdegið eru plómutrén byrjuð að blómstra en þau blómstra á kaldasta tíma ársins. Veðurfar breytist eftir árstíðum í Japan og hefur hver árstíð sín sérstöku einkenni. Á haustin klæðast trén í fallega […]

Lesa meira...

Kristniboðsviku lokið

Kristniboðsviku lauk í gær, sunnudag, með samkomu í Kristniboðssalnum kl. 14. Fyrsta samkoma vikunnar var Tómasarmessa í Beiðholtskirkju. Aðrar samkomur vikunnar voru ýmist í húsi KFUM og K við Holtaveg eða í Kristniboðssalnum. Yfirskrift vikunnar var Kristur og ég og var áhersla lögð á starf Kristniboðssambandsins í Eþíópíu. Vikan var vel sótt. Þátttakendum og samkomugestum er þakkað fyrir að taka […]

Lesa meira...

Kristur og ég – Kristniboðsvikan 2016

„Kristur og ég“ Kristniboðsvika 28. febrúar – 6. mars Árleg kristniboðsvika verður haldin í Reykjavík 28. febrúar til 6. mars. Dagskráin verður fjölbreytt þar sem fram kemur fjöldi fólks. Kristniboðsvinir eru hvattir til að biðja fyrir samkomunum og taka þátt í þeim. Yfirskrift vikunnar er „Kristur og ég“ sem minnir á andlega vídd starfsins auk þess að minna á margvísleg verkefni […]

Lesa meira...

Útskrift í Kapengúría

Kjellrún og Skúli Svavarsson eru nú starfandi í Kapengúría í Pókot í Keníu. Skúli hefur verið að kenna á námskeiði fyrir verðandi prédikara. Á föstudaginn var svo komið að útskriftardegi á Bibliumiðstöðinni í Kapengúra. Það var haldin mikil hátíð. 16 konur útskrifuðust sem djáknar og 18 prédikarar voru útskrifaðir eftir 4ra ára nám. Það var mikil gleði, margar ræður og margir […]

Lesa meira...

Skólagjöld í Pókot

Kristniboðarnir Kjellrún og Skúli Svavarsson eru nú í Kapengúría í Pókothéraði í Keníu. Skúli kennir þar á námskeiði fyrir prédikara. Í bréfum frá þeim hjónum kemur fram að margir koma til þeirra í leit að peningum til að greiða skólagjöld fyrir börnin sín og fylgir því mikið álag. Það er erfitt að neita fólki í neyð en ekki geta þau […]

Lesa meira...

Búið að skila tæknibúnaði Sat-7 í Kaíró

Laugardaginn 10. október sl. réðust fulltrúar egypskra yfirvalda inn í kvikmyndaver Sat-7, kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar, í Kaíró og gerðu upptækar kvikmyndatökuvélar og búnað til sjónvarpsútsendinga. Yfirmaðurinn, Farid Samir, var yfirheyrður í sex klukkustundir. Yfirvöld skiluðu búnaðnum aftur þann 28. janúar, meira en þremur mánuðum eftir að lögreglan tóku hann. Starf sjónvarpsstöðvarinnar í Egyptalandi hefur verið lömuð eftir að búnaðurinn var tekinn. […]

Lesa meira...
1 40 41 42 43 44 48