Posted on

1,2 milljónir frá Hallgrímskirkju

Fulltrúar Kristniboðssambandsins og Hjálparstarfs kirkjunnar tóku í gær við framlagi Hallgrímskirkjusafnaðar. Einar Karl Haraldsson, gjaldkeri safnaðarins, sagði m.a. við þetta tækifæri: „Við hér í Hallgrímssöfnuði höfum valið Hjálparsstarfið og Kristninboðssambandið sem meginfarvegi fyrir hjálpar- og boðunarstarf vegna þess að við treystum þeim og við vitum að þessar stofnanir hafa til að bera fagþekkingu og réttu tengslin innanlands sem og á alþjóðavettvangi til þess að rækja köllun sína þannig að þeir fjármunir sem hér safnast komi í réttan stað niður og gagnist sem best.“
Kærar þakkir!

Posted on

Sjónvarpskristniboð

„Ég fylgi Kristi af öllu hjarta,“ segir Masood, ungur Írani.

Að vera kristinn í Íran getur leitt til ofsókna eða dauða. En Masood segir það áhættunnar virði. Fyrir skömmu fannst honum lífið tilgangslaust en það var áður en hann kynntist Biblíunni og Sat-7 sjónvarpsstöðinni.

„Eftir að ég fór að horfa á Sat-7 og kynntist sr. Shariyar hef ég litið á mig sem kristinn – ekki bara með orðum heldur af öllu hjarta,“ skrifar Masood í smáskilaboðum til stöðvarinnar.

Eftir að Masood varð kristinn hefur líf hans breyst mjög mikið.

„Mig langar ekki lengur að ljúga, slúðra um náungann eða blekkja til að komast áfram. Eitthvað innra með mér kemur í veg fyrir að ég hegði mér eins og áður. Í hvert sinn er ég freistast til að gera eitthvað illt hvíslar heilagur andi að mér: Þú þarft ekki að gera þetta lengur. Ég mun hjálpa þér.“

Guð gefur frið
Masood á frið við Guði. Hann var undir miklu álagi fyrir þremur árum og hann var óhamingjusamur. Hann leitaði að svörum við tómleikanum, þunglyndinu og óhamingjunni. Hann leitaði stöðugt að Biblíu í Íran eftir að hann afneitaði trú sinni. Þegar hann loks fann eina, leitaði hann að Kristi. En hann skorti þekkingu og var óánægður. Þá fann hann Sat-7.

„Ég fór á milli sjónvarpsrása fyrir nokkrum mánuðum og fann þá Sat-7 á farsi. Þátturinn: Grundvöllur trúarinnar (Principles of Faith) stóð yfir. Stjórnandi þáttarins var að segja frá Kristi og hvernig hægt væri að komast í samband við Guð. Áhugi minn jókst meir og meir þegar leið á þáttinn.“

Masood hafði samband við stöðina og spjallaði við séra Shariyar. Þá laukst fagnaðarerindið upp fyrir honum. Hann fékk senda Biblíu og kristilegar bækur sem hann las gaumgæfilega.

Með því að horfa á Sat-7 eignaðist Masood von  og hann fann Krist. Það eru fleiri í sporum Masoods, sem hafa verið blessaðir við að horfa á þætti stöðvarinnar. Milljónir manna horfa á þættina. Biðjum þess að blessun Guðs nái til þeirra. Hægt er að styðja Sat-7 með fjárframlagi, fyrirbæn eða með kaupum á gjafakorti Kristniboðssambandsins sem styður sérstaklega útvarps- og sjónvarpskristniboð.

(Nafni Masood var breytt af öryggis ástæðum.)

Heimild: Sat7.org