Kaffisalan 1. maí gekk vel

Hín árlega kaffisala Kristniboðsfélag kvenna, sem haldin var sunnudaginn 1. maí, gekk mjög vel. Stöðugur straumur gesta kom og naut góðra veitinga kvennanna. Ágóðinn var rúmlega 600.000 kr. og mun nýtast vel í starfi kristniboðsins. Innilegar þakkir til allra sem komu að kaffisölunni á einn eða annan hátt.

Lesa meira...

Metfjöldi á árlegri ráðstefnu Sat-7 sjónvarpsstöðvarinnar

350 manns kom saman dagana 6.-8. apríl til að fagna 20 ára afmæli Sat-7 og taka þátt í ársfundi hennar í Nikósíu á Kýpur. Á afmælisdagskránni ríkti mikil gleði og þakklæti til Guðs sem hefur blessað stöðina. Sat-7 hefur miðlað von og kærleika til milljóna manna í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku undanfarin 20 ár. Ráðstefnugestir voru stuðningsmenn víðs vegar að úr […]

Lesa meira...

Kaffisala 1. maí

Kristniboðsfélag kvenna heldur sína árlegu kaffisölu sunnudaginn 1. maí, kl. 14-17 í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Kaffisalan er fjáröflun félagsins fyrir kristniboðs- og þróunarstarf í Afríku og Japan. Með kaffinu eru ljúffengar kökur og brauðréttir. Verið velkomin og styðjið um leið gott málefni.

Lesa meira...

Útvarpsskristniboð í 60 ár

Norska kristniboðssambandið (NLM) hófu fyrstu kristilegu útvarpssendingu Norea árið 1956 eða fyrir 60 árum. Hátíðarhöld í tilefni af tímamótunum verða haldin í Kristiansand í október á þessu ári. Þátturinn Von kvenna, öðru nafni Hönnu verkefnið, er útvarpsþáttur fyrir konur. Leitast er við að uppörva og hjálpa konum, bæði andlega og líkamlega. Markmiðið er að konur kynnist trúnni á frelsarann, Jesú […]

Lesa meira...

Biblíuskóli í Afríku

Norska kristniboðssambandið (NLM) fyrirhugar að koma á fót í biblíuskóla í Keníu í byrjun næsta árs. Skólinn hefur hlotið nafnið „TeFt Familie“, þar sem TeFT stendur fyrir „tent for å tjene“ eða brennandi áhugi á að þjóna. Hugmynd að stofnun biblíuskólans kviknaði vegna þess að margar fjölskyldur vilja ferðast um heiminn og taka sér tíma til að íhuga stöðu sína. […]

Lesa meira...

Leifur Sigurðsson kristniboði skrifar frá Japan

Vorið er komið og kirsuberjatrén standa í fullum blóma. Um síðustu helgi vorum við, fjölskyldan, á árlegri ráðstefnu kristniboðsins í Japan í Hiruzen. Að þessu sinni var hluti ráðstefnunnar sameiginlegur með kristniboðum frá Lútersku fríkirkjunni í Noregi. Við fengum góða gesti frá 7media – Andy Game og Motoki Asai, sem fluttu erindi um hvernig við getum best höfðaði til yngra […]

Lesa meira...

Hjálparstarf í Búlgaríu

Hjónin Gísli og Nora Jónsson hafa starfað í Búlgaríu í fimm ár. Þau eru kristnir ráðgjafar og kennarar. Skjólstæðingar Gísla og Noru koma frá alheimssamtökum gegn mansali (A21), frá samtökum sem aðstoða vændiskonur, ameríska og breska sendiráðinu í Sofíu, tveimur alþjóðaskólum og heimafólki. Þeir eru á aldrinum 5-65 ára, frá mörgum þjóðum, mismunandi trúarbrögðum og menningarheimum. Vandamálin geta verið mismunandi […]

Lesa meira...

Flóttabörn glödd á páskum

  Þau eru sorglega mörg börnin á flótta í Sýrlandi. Sum fylgja foreldrum sínum í hættulegt ferðalag til Evrópu á meðan önnur hafa endað í flóttamannabúðum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. En þar var um páskana 300 flóttabörnum boðið í upptökur á barnaþætti SAT-7 sem ber heitið „Við erum börn og við þráum frið.“ Upptökur fóru fram í evangelískri kirkju í […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 30. mars kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskrift samkomunnar er: Hann lifir – Ég hef séð Drottin. Bjarni Gíslason og Elísabet Jónsdóttir segja frá ferð sinni til Eþíópíu. Ræðumaður er Bjarni Gíslason. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...
1 39 40 41 42 43 48