Sat-7 í Tyrklandi

Sat-7 sjónvarpar kristilegu efni á fimm rásum til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku. Ein þeirra er á tyrknesku. Nýlega hóf tyrkneska rásin beinar útsendingar á tveimur nýjum þáttum. Áhorfendum er boðið að hringja til stöðvarinnar og taka þátt í þessum beinu útsendingum. Þættirnir kallast Um lífið og Það sem hjarta þitt þráir og eru sýndir einu sinni í viku. Þáttastjórnandinn er Madlen […]

Lesa meira...

Nál og tvinni, þáttur á Sat-7

Vinsæli spjallþátturinn Nál og tvinni er aftur kominn í loftið. Þriggja ára reynsla hefur kennt stjórnendum hans hvernig hægt er að ná betur til áhorfenda og benda á Guð. Þátturinn er einn af mörgum sem sýndur er í beinni útsendingu frá myndveri Sat-7 í Egyptalandi. Myndverið var lokað í 6 mánuði vegna ritskoðunar stjórnvalda. Maggie Morgan, aðalstjórnandi þáttarins Nál og […]

Lesa meira...

Sjónvarpskristniboð

Sat-7 er kristileg gervihnattarsjónvarpsstöð sem sjónvarpar til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku. Áhorfendur stöðvarinnar segja andlegan þorsta aukast í þessum löndum. „Átök hafa einkennt þetta svæði í tvo áratugi, þó mest í Írak og Sýrlandi. En átök og öfgar í nafni trúarbragða hafa aukið áhuga á sjónvarpsdagskrá Sat-7“, segir Terence Ascott framkvæmdastjóri stöðvarinnar. Viðbrögð áhorfenda hafa þrefaldast á fimm árum, frá 270 […]

Lesa meira...

ÚTVARPSKRISTNIBOÐ. KRAFTAVERK Í MIÐ-ASÍU.

Útvarpshlustandi í landi í Mið-Asíu sat í rútu og las í Nýja testamentinu. Við hlið hennar sat önnur kona. „Þetta er Nýja testamentið sem þú ert með“, sagði hún. „Ég hef leitað lengi að Guðs orði – má ég fá það lánað, svo ég geti lesið í því?“ Hún fékk bókina lánaða með því skilyrði að henni yrði skilað strax […]

Lesa meira...

Mamma, er pabbi glæpamaður?

Hún er sjö ára stúlkan sem spyr móður sína. Við hittum föður hennar á ferð okkar um Mið-Asíu. Hann sat í fangelsi í eitt ár vegna þess að hann er kristinn. Skólafélagar dóttur hans sögðu henni að pabbi hennar væri glæpamaður þar sem hann væri í fangelsi. Hún þekkti ekki föður sinn sem afbrotamann. Hann var kærleiksríkur faðir sem bar […]

Lesa meira...

Góður aðalfundur að baki

Aðalfundur Kristniboðssambandsins var haldinn miðvikudaginn, 4. maí. Fimmtíu manns sóttu fundinn. Á dagskrá voru skýrslur og reikningar en einnig lagabreytingar. Lögin í núverandi mynd verða von bráðar sett hér inn á vefsíðuna. Í stjórn voru kosin Kristján S. Sigurðsson og Ásta B. Schram Reed, og í varastjórn Sveinn Jónsson og Willy Petersen. Nokkrar umræður urðu um stefnumál, forgangsröðun og breyttar […]

Lesa meira...

Kaffisalan 1. maí gekk vel

Hín árlega kaffisala Kristniboðsfélag kvenna, sem haldin var sunnudaginn 1. maí, gekk mjög vel. Stöðugur straumur gesta kom og naut góðra veitinga kvennanna. Ágóðinn var rúmlega 600.000 kr. og mun nýtast vel í starfi kristniboðsins. Innilegar þakkir til allra sem komu að kaffisölunni á einn eða annan hátt.

Lesa meira...

Metfjöldi á árlegri ráðstefnu Sat-7 sjónvarpsstöðvarinnar

350 manns kom saman dagana 6.-8. apríl til að fagna 20 ára afmæli Sat-7 og taka þátt í ársfundi hennar í Nikósíu á Kýpur. Á afmælisdagskránni ríkti mikil gleði og þakklæti til Guðs sem hefur blessað stöðina. Sat-7 hefur miðlað von og kærleika til milljóna manna í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku undanfarin 20 ár. Ráðstefnugestir voru stuðningsmenn víðs vegar að úr […]

Lesa meira...
1 38 39 40 41 42 48