Categories
Óflokkað

Gestir frá Podas biblíuskólanum

Í dag fengum við góða og afar músíkalska gesti frá Podas biblíuskólanum í Færeyjum. Þau munu gera víðreist næstu daga í fylgd með fulltrúum Kristniboðssambandsins. Í dag fara þau og syngja fyrir íbúa á Hrafnistu þaðan sem leiðin liggur á Litla-hraun. Á morgun verða þau með stund á dvalarheimilinu á Stykkishólmi og í beinu framhaldi […]

Categories
Fréttir

Jólabasarinn á laugardag

Hinn árlegi jólabasar Kristniboðsfélags kvenna verður haldinn laugardaginn 17. nóvember frá kl. 14 í Kristniboðssalnum, Miðbæ, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Hægt verður að kaupa kökur, handavinnu, ýmsa muni o.fl. Happdrættið verður á sínum stað. Einnig verður hægt að fá sér heitt súkkulaði, kaffi og nýbakaðar vöfflur. Þeir sem vilja gefa vörur eða kökur á jólabasarinn […]

Categories
Fréttir

Samkoma miðvikudag

Lofgjörðrasamkoma verður miðvikudaginn 14. nóvember kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Áður fjarlæg,nú nálæg (Ef. 2.11-16). Ræðumaður er Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Categories
Fréttir

Kristniboðsdagurinn á sunnudag

Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er á sunnudag. Er þess þá sérstaklega minnst og horft til kristniboðsstarfs Íslendinga nú og á liðnum árum. Útvarpsguðsþjónusta  dagsins verður frá Hjallakirkju þar sem Skúli Svavarsson kristniboði prédikar en séra Sunna Dóra Möller þjónar fyrir altari. Biskup Íslands hvetur presta og starfsfólk safnaða um land allt til að minnast kristniboðsins og  taka […]

Categories
Fréttir

Samkoma miðvikudag

Bæna- og vitnisburðarsamkoma verður miðvikudaginn 7. nóvember kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Björn-Inge Furnes frá norsku skólahreyfingunni verður með stutta hugleiðingu. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir velkomnir.