Posted on

Kristniboðsvikan þriðjudagur

Kristniboðsvikan heldur áfram. Í kvöld, þriðjudaginn 27. febrúar, verður bíósýning í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60.

Sýnd verður myndin Hacksaw Ridge. Eftir myndina verða umræður. Kók, prins póló og popp verður til sölu.

Allir velkomnir.

Posted on

Ruth og Billy Graham

Billy Graham er látinn, 99 ára að aldri. Enginn hefur boðað fleirum fagnaðarerindið en Billy Graham. Að baki þessum stórmerka manni stendur jafn merkileg kona. Bókin fjallar um Ruth ekki síður en Billy Graham og svarar spurningunni um það hvers vegna Ruth og Billy höfðu svona mikil áhrif. Frásagan af lífshlaupi hjónanna er hvatning til að skoða eigið líf og hvernig hægt er að leyfa Guði að móta það.

Bókin er á tilboðsverði í Basarnum, Austurveri, aðeins: 1.950 kr.