Íslenska fyrir útlendinga

Kristniboðssambandið býður ókeypis íslenskukennslu fyrir útlendinga. Kennslan fer fram á þriðjudögum og föstudögum kl. 10 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Barnapössun á meðan á kennslu stendur. Kennsla eftir áramót hefst þriðjudaginn, 12. janúar. Allir velkomnir sem hafa áhuga á að læra íslensku.  

Lesa meira...

Jóla- og nýárskveðja frá Japan

Kristniboðarnir okkar í Japan, Katsuko og Leifur Sigurðsson senda kristniboðsvinum jóla- og nýárskveðjur. En þegar fylling tímans kom sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli – til þess að hann keypti lausa þá sem voru undir lögmáli og við yrðum börn Guðs (Gal. 4.4-5). Í lok júlí fluttum við aftur til Japans eftir árs dvöl á Íslandi. Það […]

Lesa meira...

Frímerki og mynt

Nú nálgast sá tími ársins þegar fólk sendir hvert öðru jólakveðjur. Fjöldi umslaga berst inn á hvert heimili, mörg hver með fallegum frímerkjum, bæði innlendum og erlendum. Við þiggjum með þökkum umslögin með frímerkjunum á eða frímerkin af jólapóstinum ykkar. Tekið er á móti frímerkjum og umslögum í Basarnum, Austurveri og í Litla húsinu, Glerárgötu 1, Akureyri. Þá munu pósthúsin […]

Lesa meira...

Sjónvarpsstöðin Sat-7 hlustar á áhorfendur sína

Sr. Mansour Khajehpour, framkvæmdastjóri arabísku rásar Sat-7 sjónvarpsstöðvarinnar skrifar eftirfarandi pistil: Á fyrstu dögum kristninnar bauð Jesús lærisveinum Jóhannesar skírara að koma og sjá. Hann segir: „Komið og sjáið“ (Jóh. 1.39). Tveir af lærisveinum Jóhannesar spurðu Jesú: „Rabbí, hvar dvelst þú?“ en Rabbí þýðir meistari (vers 38b). Svar Jesú var boð um að koma og kynna sér líf hans og starf. Að […]

Lesa meira...

Útvarpskristniboð

Ég heiti Reta og er frá litlu þorpi í Eþíópíu. Ég drakk mikið og notaði eiturlyf til að vera hamingjusamur. Ég sat dag einn fyrir utan kofa frænda míns þegar ég heyrði útvarpsþátt sem fjallaði um Jesú. Frá þeim degi breyttist líf mitt. Ég ákvað að trúa á Jesú en þegar ég vitnaði fyrir nágrönnum mínum og vinum gerðu þeir […]

Lesa meira...

Þróunarhjálp í Keníu

Norska kristniboðssambandið (NLM), samstarfshreyfing Kristniboðssambandsins, veitir þróunarhjálp í Tana-héraði í Norður-Keníu. Starfsmaður þeirra, Ingrid Næss, sendir okkur eftirfarandi grein. Heimsókn Ekki alls fyrir löngu komu fulltrúar Norska kristniboðssambandsins í heimsókn til að kynna sér þróunarstarfið í stærsta bænum á starfsvæði okkar. Í bænum, ef bæ skildi kalla, eru ekki malbikaðar götur heldur moldarslóðar. Fólk býr ekki í steinhúsum, heldur í […]

Lesa meira...

Gjöf frá vinasöfnuði

Safnaðartengsl er verkefni sem snýst um að mynda tengsl milli íslenskra þjóðkirkjusafnaða og kirkna á kristniboðssvæðum Kristniboðssambandsins í Keníu og Eþíópíu. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson átti frumkvæði að vinasöfnuðunum. Hann hefur kvatt íslenska söfnuði til að koma tengslunum á. Áhersla er lögð á að tengslin snúist ekki eingöngu um fjárstuðning heldur um vináttu en fjárþörf er mikil meðal safnaðanna í […]

Lesa meira...

Sat-7 sjónvarpsstöðin hittir flóttamenn

Í haust fór hópur frá kristilegu sjónvarpsstöðinni Sat-7 til Grikklands og Tyrklands til að tala við íranska og afganiska menn sem voru á flótta undan ofsóknum. Petros Mohseni var í hópnum og segir frá reynslu sinni. „Markmið okkar var að benda á erfiðleika sem fóttamenn mæta á ferðum sínum. Okkur langaði til að hvetja fólk til að biðja fyrir þeim. […]

Lesa meira...

Megi allir Kínverjar heyra

„ Því að ég er þess fullviss að hvoki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum“ (Róm.8.38-39) Útvarpsstöðin Voice of Salvation (Rödd Fagnaðarerindisins) útvarpar kristilegum þáttum til margra lokaðra landa. Kristniboðssambandið […]

Lesa meira...

Kristniboð í Japan

Leifur Sigurðsson, kristniboði í Japan, tók nýlega þátt í ráðstefnu um kristniboð í Japan. Ráðstefnan var haldin í nágrenni við hið þekkta fjall Fuji sem ekki lét sjá sig fyrr en síðasta dag ráðstefnunnar. Leifur segir það hafa verið mikil forréttindi að fá að sækja námskeið hjá CPI (Church Planting Institution). Frábær lofgjörð, mjög góð fræðsla, og flottur félagsskapur. Þarna […]

Lesa meira...
1 38 39 40 41 42 45