Flóttabörn glödd á páskum

  Þau eru sorglega mörg börnin á flótta í Sýrlandi. Sum fylgja foreldrum sínum í hættulegt ferðalag til Evrópu á meðan önnur hafa endað í flóttamannabúðum í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. En þar var um páskana 300 flóttabörnum boðið í upptökur á barnaþætti SAT-7 sem ber heitið „Við erum börn og við þráum frið.“ Upptökur fóru fram í evangelískri kirkju í […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn, 30. mars kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskrift samkomunnar er: Hann lifir – Ég hef séð Drottin. Bjarni Gíslason og Elísabet Jónsdóttir segja frá ferð sinni til Eþíópíu. Ræðumaður er Bjarni Gíslason. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Sagt frá ferð til Eþíópíu

Samvera fyrir eldri borgara verður haldin miðvikdaginn 30. mars, kl. 17.30-19 í Grensáskirkju. Sr. Ólafur Jóhannsson segir frá nýafstaðinni ferð til Eþíópíu þar sem hann kynnti sér starf Kristnboðssambandsins. Í lok samverunnar er hægt að kaupa mat á kr. 1.000,- Vinsamlegast skráið ykkur í síðasta lagi um hádegi, þriðjudaginn 29. mars, hjá Þuríði í síma 528 4410.

Lesa meira...

Sköpun heimsins

Topias og Eveline eru ung hjón frá Finnlandi sem eru sjálfboðaliðar hjá Kristniboðssambandinu í vetur. Þegar Topias frétti af niðurstöðum skoðanakönnunar fyrr í vetur á vegum Siðmenntar þar sem ekkert ungmenni svaraði því til að Guð hefði skapað heiminn, settist hann niður og skrifaði þessa ágætu grein sem lesa má hér fyrir neðan: HENRY FORD Í VÉLINNI Algengt viðhorf er […]

Lesa meira...

Kristniboði í eigin landi

Kristniboðarnir Katsuko og Leifur Sigurðsson búa og starfa í Japan. Katsuko er japönsk og er því kristniboði í heimalandi sínu. Fréttablað Norska kristniboðssambandsins (NLM) tók eftirfarandi viðtal við hana. „Japanir eru glataðar sálir en dýrmætar í augum Guðs“, segir Katsuko. Hún var sjálf glötuð sál en Jesús fann hana. Í fyrrasumar var hún vígð til kristniboðsstarfa á móti Kristniboðssambandsins á […]

Lesa meira...

Blómlegt æskulýðsstarf í Japan

Kristniboðarnir Katsuko og Leifur Sigurðsson búa og starfa á Rokkóeyju í Japan. Þau skrifa: Febrúar, kaldasti mánuður ársins í Japan, er genginn í garð. Þrátt fyrir kuldann og skammdegið eru plómutrén byrjuð að blómstra en þau blómstra á kaldasta tíma ársins. Veðurfar breytist eftir árstíðum í Japan og hefur hver árstíð sín sérstöku einkenni. Á haustin klæðast trén í fallega […]

Lesa meira...

Kristniboðsviku lokið

Kristniboðsviku lauk í gær, sunnudag, með samkomu í Kristniboðssalnum kl. 14. Fyrsta samkoma vikunnar var Tómasarmessa í Beiðholtskirkju. Aðrar samkomur vikunnar voru ýmist í húsi KFUM og K við Holtaveg eða í Kristniboðssalnum. Yfirskrift vikunnar var Kristur og ég og var áhersla lögð á starf Kristniboðssambandsins í Eþíópíu. Vikan var vel sótt. Þátttakendum og samkomugestum er þakkað fyrir að taka […]

Lesa meira...

Kristur og ég – Kristniboðsvikan 2016

„Kristur og ég“ Kristniboðsvika 28. febrúar – 6. mars Árleg kristniboðsvika verður haldin í Reykjavík 28. febrúar til 6. mars. Dagskráin verður fjölbreytt þar sem fram kemur fjöldi fólks. Kristniboðsvinir eru hvattir til að biðja fyrir samkomunum og taka þátt í þeim. Yfirskrift vikunnar er „Kristur og ég“ sem minnir á andlega vídd starfsins auk þess að minna á margvísleg verkefni […]

Lesa meira...

Útskrift í Kapengúría

Kjellrún og Skúli Svavarsson eru nú starfandi í Kapengúría í Pókot í Keníu. Skúli hefur verið að kenna á námskeiði fyrir verðandi prédikara. Á föstudaginn var svo komið að útskriftardegi á Bibliumiðstöðinni í Kapengúra. Það var haldin mikil hátíð. 16 konur útskrifuðust sem djáknar og 18 prédikarar voru útskrifaðir eftir 4ra ára nám. Það var mikil gleði, margar ræður og margir […]

Lesa meira...
1 38 39 40 41 42 47