Sjónvarpskristniboð – Von handa vonlausum ungmennum

Stór hluti ungs fólks í Mið-Austurlöndum þarf að yfirstíga miklar hindranir á sviði menntunar, atvinnu og einkalífs. Margir upplifa mikið vonleysi. Ungmennaþættir SAT-7 hvetja unga fólkið til að beina sjónum sínum að Jesú Kristi og leita vonar í honum. 15-30 ára fólk í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku er hærra hlutfall íbúa en nokkru sinni fyrr. Þetta nettengda unga fólk þráir að […]

Lesa meira...

Engin samkoma 2. janúar

Engin samkoma verður í Kristniboðssalnum miðvikudagskvöldið 2. janúar en fyrsta samkoma ársins verður 9. janúar kl. 20. Áhersla verður þá á bænina og Skúli Svavarsson og Vigfús Ingvar Ingvarsson segja frá ferð sinni til Keníu, þar sem þeir tóku þátt í hátíðarhöldum vegna 40 ára afmælis starfsins í Pókothéraði og heimsóttu fleiri staði.

Lesa meira...

Aukin áhersla á ungmennastarf

Innan Kristniboðssambandsins hefur lengi verið talað um að efla starf meðal ungmenna með það fyrir augum að efla áhuga og vitund um kristniboð í þeirri von að fleiri úr þeim hópi kynnist starfinu og kjósi að tengjast því. Kristniboðssambandið hefur staðið fyrir tíu kynnisferðum fyrir ungt fólk á kristniboðsakurinn síðustu tvo áratugi og hefur það verið mjög jákvætt og gott, […]

Lesa meira...

Stefnir í halla um áramót

SÍK eða Samband íslenskra kristniboðsfélaga vinnur að útbreiðslu kristinnar trúar hér heima og í útlöndum og sinnir kærleiksþjónustu bæði hér og þar. Starfsemi SÍK er umfangsmikil og kostar verulega fjármuni. Fjárhagsleg afkoma eftir fyrstu 9 mánuði ársins var óhagstæð og ef litið er til fastra gjalda stefnir í nokkurra milljón króna halla þrátt fyrir góðar gjafir sem borist hafa. Rekstrarkostnaður […]

Lesa meira...

Eitt skólaverkefni tekur við af öðru í Keníu

Þær átta skólastofur sem reisa átti við fjóra grunnskóla á jaðarsvæðum Pókot og Túrkana eru nú risnar og verkefninu að mestu lokið. Unnið er að endurskoðun og lokaskýrslu sem væntanleg er á næstu vikum. Þá samþykkti þróunarsamvinnusvið Utanríkisráðuneytisins í haust umsókn SÍK um styrk við fyrsta byggingaráfanga framhaldsskóla fyrir stúlkur í Kamununo, fjalllendi í norðurhluta Pókot. Skólinn hóf störf í […]

Lesa meira...

Af götu í skóla

Kristniboðssambandið styður fátæk börn og konur í Addis Abeba með hjálp margra einstaklinga sem gefa mánaðarlega til verkefnisins. Verkefnið kallast Af götu í skóla og felst í því að hjálpa börnum og fjölskyldum þeirra til sjálfshjálpar. Samtökin My sisters (Systur mínar) sjá um verkefnið. Ayob litli er árs gamall. Líf hans byrjaði ekki byrlega. Móðir hans eignaðist hann 16 ára gömul […]

Lesa meira...

Jólahugvekja

Í 2. kafla Lúkasarguðspjalls er stærsta atburði í sögu mannkyns, sögu okkar, lýst í fáeinum setningum. „En það bar til um þessar mundir…“, þegar Ágústus var keisari í Róm og Kýreníus landstjóri á Sýrlandi, að boð kom um að skrásetja skyldi alla heimsbyggðina! Einmitt þá fór Jósef frá Galíleu ásamt Maríu heitkonu sinni, sem var þunguð og komin að fæðingu. […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5 6 43