Jólasálmur eftir Brorson

Mitt einatt hvarflar hjarta í húsið lága inn, / þar fæddist barnið bjarta, hinn blíði Jesús minn, / þar á minn hugur heima, þar hjartað verður rótt. / Hvort mun ég mega gleyma þér, milda jólanótt? / En orð mig óðar bresta, er um það hugsa fer, / að lífsins ljósið mesta er lagt í jötu hér, / að himna […]

Lesa meira...

Jesúmyndin sýnd í Voító dalnum í Eþíópíu

Íslenskir kristniboðar hófu störf í Voító dalnum í Eþíópíu fyrir tæplega þrjátíu árum. Nú er búið að talsetja Jesúmyndina, sem byggir á frásögum Lúkasarguðspjalls, á tsamakkó, tungumál fólksins í dalnum. Jesúmyndin er nú til á 1400 tungumálum. Eftirvæntingin var mikil þegar útbúnaðinum var komið fyrir. Þriggja fermetra sýningartjald var hengt upp í tré. Sýningarvélin tengd rafgeymum var sett á lítið […]

Lesa meira...

Kristniboðar í Vestur-Afríku

Sveinn Einar Friðriksson Zimsen bjó og starfaði ásamt fjölskyldu sinni í Malí. Nú er fjölskyldan flutt til Fílabeinsstrandarinnar. Sveinn Einar sendi eftirfarandi fréttir.  Við erum nú flutt til Abidjan á Fílabeinsströndinni. Það eru mikil viðbrigði þó að við höfum búið hér áður. Við fórum frá Malí mjög skyndilega vegna hryðjuverka sem við lentum í. Við dvöldum í Noregi og á […]

Lesa meira...

Af götu í skóla

Marit Bakke stofnandi samtakanna My sisters í Addis Abeba skrifar þetta fréttabréf. Marit var í heimsókn á Íslandi í sumar og sagði m.a. frá starfinu í Addis á samkomu í Kristniboðssalnum. Margir einstaklingar styðja verkefnið Af götu í skóla með mánaðarlegu framlagi sem Kristniboðssambandið kemur til skila. Kæru vinir samtakanna My Sisters (Systur mínar) Ég er nýkomin aftur til Noregs […]

Lesa meira...

Annasamt haust hjá Leifi í Japan

Kristniboðsráðstefna.      Allir kristniboðarnir (NLM, FLM, FLOM, og SÍK) sem starfa innan Lúthersku kirkjudeildarinnar í Vestur-Japan (WJELC) fengu fækifæri til að fara á kristniboðsráðstefnu sem Japan Church Planting Institute (CPI) heldur á tveggja ára fresti. Þessar ráðstefnur eru haldnar til að stuðla að boðunarstafi í Japan. Þetta er samvinnuverkefni milli kristniboða frá ýmsum löndum og innlendra leiðtoga frá evangelísku […]

Lesa meira...

Samkoma í kvöld, miðvikudag

Samkoma verður í kvöld, miðvikudaginn 6. desember, kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Karl Jónas Gíslason, Kalli, er nýkominn heim frá störfum í Ómó Rate í Eþíópíu. Hann mun segja nýjar fréttir þaðan. Ræðumaður kvöldsins er sr. Frank M. Halldórsson. Kaffi og meðlæti eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Leysho frá Ómó Rate

Leysho er ungur Dasenetsmaður. Hann komst til trúar í Mekane Yesus kirkjunni í Kabúsía þegar hann var 16 ára. Leysho fékk strax áhuga á að taka þátt í boðunarstarfi kikjunnar. Hann var því túlkur um tíma. Þegar hann varð tvítugur ákvað hann að kaupa vindmyllu, til að vökva akur. Hann fór því að velta fyrir sér hvar hann gæti haft […]

Lesa meira...

Húsin jöfnuð við jörðu

Hjónin Gísli og Nora Jónsson starfa í Búlgaríu. Nora starfar m.a. meðal Rómafólks (sígauna). Hér eru molar úr nýjasta fréttabréfi þeirra. Haustið er komið með sínum fallegu litum og kólnandi veðri en við njótum þess að hafa ylinn innandyra. Október var erfiður, sérstaklega í Rómabúðunum. Stjórnvöld tóku þá ákvörðun að ryðja búðirnar án þess að leysa húsnæðisvanda íbúanna en sumir […]

Lesa meira...
1 2 3 4 5 6 32