Blómlegt æskulýðsstarf í Japan

Kristniboðarnir Katsuko og Leifur Sigurðsson búa og starfa á Rokkóeyju í Japan. Þau skrifa: Febrúar, kaldasti mánuður ársins í Japan, er genginn í garð. Þrátt fyrir kuldann og skammdegið eru plómutrén byrjuð að blómstra en þau blómstra á kaldasta tíma ársins. Veðurfar breytist eftir árstíðum í Japan og hefur hver árstíð sín sérstöku einkenni. Á haustin klæðast trén í fallega […]

Lesa meira...

Kristniboðsviku lokið

Kristniboðsviku lauk í gær, sunnudag, með samkomu í Kristniboðssalnum kl. 14. Fyrsta samkoma vikunnar var Tómasarmessa í Beiðholtskirkju. Aðrar samkomur vikunnar voru ýmist í húsi KFUM og K við Holtaveg eða í Kristniboðssalnum. Yfirskrift vikunnar var Kristur og ég og var áhersla lögð á starf Kristniboðssambandsins í Eþíópíu. Vikan var vel sótt. Þátttakendum og samkomugestum er þakkað fyrir að taka […]

Lesa meira...

Kristur og ég – Kristniboðsvikan 2016

„Kristur og ég“ Kristniboðsvika 28. febrúar – 6. mars Árleg kristniboðsvika verður haldin í Reykjavík 28. febrúar til 6. mars. Dagskráin verður fjölbreytt þar sem fram kemur fjöldi fólks. Kristniboðsvinir eru hvattir til að biðja fyrir samkomunum og taka þátt í þeim. Yfirskrift vikunnar er „Kristur og ég“ sem minnir á andlega vídd starfsins auk þess að minna á margvísleg verkefni […]

Lesa meira...

Útskrift í Kapengúría

Kjellrún og Skúli Svavarsson eru nú starfandi í Kapengúría í Pókot í Keníu. Skúli hefur verið að kenna á námskeiði fyrir verðandi prédikara. Á föstudaginn var svo komið að útskriftardegi á Bibliumiðstöðinni í Kapengúra. Það var haldin mikil hátíð. 16 konur útskrifuðust sem djáknar og 18 prédikarar voru útskrifaðir eftir 4ra ára nám. Það var mikil gleði, margar ræður og margir […]

Lesa meira...

Skólagjöld í Pókot

Kristniboðarnir Kjellrún og Skúli Svavarsson eru nú í Kapengúría í Pókothéraði í Keníu. Skúli kennir þar á námskeiði fyrir prédikara. Í bréfum frá þeim hjónum kemur fram að margir koma til þeirra í leit að peningum til að greiða skólagjöld fyrir börnin sín og fylgir því mikið álag. Það er erfitt að neita fólki í neyð en ekki geta þau […]

Lesa meira...

Búið að skila tæknibúnaði Sat-7 í Kaíró

Laugardaginn 10. október sl. réðust fulltrúar egypskra yfirvalda inn í kvikmyndaver Sat-7, kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar, í Kaíró og gerðu upptækar kvikmyndatökuvélar og búnað til sjónvarpsútsendinga. Yfirmaðurinn, Farid Samir, var yfirheyrður í sex klukkustundir. Yfirvöld skiluðu búnaðnum aftur þann 28. janúar, meira en þremur mánuðum eftir að lögreglan tóku hann. Starf sjónvarpsstöðvarinnar í Egyptalandi hefur verið lömuð eftir að búnaðurinn var tekinn. […]

Lesa meira...

Beðið eftir fagnaðarerindinu

Skúli Svavarsson og Kjellrún Langdal eru við störf í Pókot í Keníu. Þau búa á Fræðslumiðstöðinni í Kapengúría. Skúli sendir okkur kveðju og skrifar m.a.: Aðalverkefnið mitt hefur verið kennsla nemendanna á prékikaranámskeiði. Það er alltaf jafn gaman að kenna þegar nemendur eru áhugasamir og fylgjast vel með því sem verið er að kenna. Í síðustu viku var ég á […]

Lesa meira...

Gjöf frá Hallgrímskirkju

Sunnudaginn, 24. janúar afhenti Aðalheiður Valgeirsdóttir, varaformaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju fulltrúum Hjálparstarfs kirkjunnar og Kristniboðssambandsins fjármuni sem safnast hafa í messusamskotum kirkjunnar árið 2015. Í ávarpi sínu sagði Aðalheiður m.a.: „Það var skömmu eftir síðustu aldamót að tekin var upp sá ágæti siður að hafa messusamskot í Hallgrímskirkju. Þennan sið hafa ýmsar aðrar kirkjur tekið upp. Ávallt er tilgreint hvert sé […]

Lesa meira...

Kjellrún og Skúli í Pókot

Kristniboðarnir Kjellrún og Skúli eru komin til starfa í Pókot í Keníu. Margir hafa lagt leið sína til þeirra og heilsað upp á þau. Sumir segja þeim frá starfinu í söfnuði sínum. Margir söfnuðir eru lifandi og stöðugt er verið að stofna nýja söfnuði. Áhuginn á að ná lengra og lengra með fagnaðarerindið er mikill. Aðrir leita til þeirra hjóna […]

Lesa meira...
1 34 35 36 37 38 42