Búið að skila tæknibúnaði Sat-7 í Kaíró

Laugardaginn 10. október sl. réðust fulltrúar egypskra yfirvalda inn í kvikmyndaver Sat-7, kristilegu sjónvarpsstöðvarinnar, í Kaíró og gerðu upptækar kvikmyndatökuvélar og búnað til sjónvarpsútsendinga. Yfirmaðurinn, Farid Samir, var yfirheyrður í sex klukkustundir. Yfirvöld skiluðu búnaðnum aftur þann 28. janúar, meira en þremur mánuðum eftir að lögreglan tóku hann. Starf sjónvarpsstöðvarinnar í Egyptalandi hefur verið lömuð eftir að búnaðurinn var tekinn. […]

Lesa meira...

Beðið eftir fagnaðarerindinu

Skúli Svavarsson og Kjellrún Langdal eru við störf í Pókot í Keníu. Þau búa á Fræðslumiðstöðinni í Kapengúría. Skúli sendir okkur kveðju og skrifar m.a.: Aðalverkefnið mitt hefur verið kennsla nemendanna á prékikaranámskeiði. Það er alltaf jafn gaman að kenna þegar nemendur eru áhugasamir og fylgjast vel með því sem verið er að kenna. Í síðustu viku var ég á […]

Lesa meira...

Gjöf frá Hallgrímskirkju

Sunnudaginn, 24. janúar afhenti Aðalheiður Valgeirsdóttir, varaformaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju fulltrúum Hjálparstarfs kirkjunnar og Kristniboðssambandsins fjármuni sem safnast hafa í messusamskotum kirkjunnar árið 2015. Í ávarpi sínu sagði Aðalheiður m.a.: „Það var skömmu eftir síðustu aldamót að tekin var upp sá ágæti siður að hafa messusamskot í Hallgrímskirkju. Þennan sið hafa ýmsar aðrar kirkjur tekið upp. Ávallt er tilgreint hvert sé […]

Lesa meira...

Kjellrún og Skúli í Pókot

Kristniboðarnir Kjellrún og Skúli eru komin til starfa í Pókot í Keníu. Margir hafa lagt leið sína til þeirra og heilsað upp á þau. Sumir segja þeim frá starfinu í söfnuði sínum. Margir söfnuðir eru lifandi og stöðugt er verið að stofna nýja söfnuði. Áhuginn á að ná lengra og lengra með fagnaðarerindið er mikill. Aðrir leita til þeirra hjóna […]

Lesa meira...

Af götu í skóla

Kristniboðssambandið styður fátæk börn í Addis Abeba með hjálp margra einstaklinga sem gefa mánaðarlega til verkefnisins. Það kallast Af götu í skóla og felst í því að hjálpa börnum og fjölskyldum þeirra til sjálfshjálpar. Samtökin My sisters sjá um framkvæmdina. Á vegum samtakanna fá fátækar konur tækifæri til að mennta sig. Námskeið í hárgreiðslu er vinsælt og hafa nemendur fengið […]

Lesa meira...

Í heimsókn í Voitó í Eþíópíu

Kristján Þór Sverrisson, kristniboði og starfsmaður Kristniboðssambandsins, er ásamt fjölskyldu sinni í Eþíópíu. Hann skrifar eftirfarandi úr heimsókn til Voitó þar sem hann starfaði á árum áður: Það var í vikunni sem leið að ég gekk fimm mínútur í brennheitri sólinni frá okkar gamla heimili í Voitó að kofanum hans Gúddabú Atschú. Mikið gladdi það mig að sjá hann hressan og […]

Lesa meira...

Íslenska fyrir útlendinga

Kristniboðssambandið býður ókeypis íslenskukennslu fyrir útlendinga. Kennslan fer fram á þriðjudögum og föstudögum kl. 10 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Barnapössun á meðan á kennslu stendur. Kennsla eftir áramót hefst þriðjudaginn, 12. janúar. Allir velkomnir sem hafa áhuga á að læra íslensku.  

Lesa meira...

Jóla- og nýárskveðja frá Japan

Kristniboðarnir okkar í Japan, Katsuko og Leifur Sigurðsson senda kristniboðsvinum jóla- og nýárskveðjur. En þegar fylling tímans kom sendi Guð son sinn, fæddan af konu, fæddan undir lögmáli – til þess að hann keypti lausa þá sem voru undir lögmáli og við yrðum börn Guðs (Gal. 4.4-5). Í lok júlí fluttum við aftur til Japans eftir árs dvöl á Íslandi. Það […]

Lesa meira...

Frímerki og mynt

Nú nálgast sá tími ársins þegar fólk sendir hvert öðru jólakveðjur. Fjöldi umslaga berst inn á hvert heimili, mörg hver með fallegum frímerkjum, bæði innlendum og erlendum. Við þiggjum með þökkum umslögin með frímerkjunum á eða frímerkin af jólapóstinum ykkar. Tekið er á móti frímerkjum og umslögum í Basarnum, Austurveri og í Litla húsinu, Glerárgötu 1, Akureyri. Þá munu pósthúsin […]

Lesa meira...

Sjónvarpsstöðin Sat-7 hlustar á áhorfendur sína

Sr. Mansour Khajehpour, framkvæmdastjóri arabísku rásar Sat-7 sjónvarpsstöðvarinnar skrifar eftirfarandi pistil: Á fyrstu dögum kristninnar bauð Jesús lærisveinum Jóhannesar skírara að koma og sjá. Hann segir: „Komið og sjáið“ (Jóh. 1.39). Tveir af lærisveinum Jóhannesar spurðu Jesú: „Rabbí, hvar dvelst þú?“ en Rabbí þýðir meistari (vers 38b). Svar Jesú var boð um að koma og kynna sér líf hans og starf. Að […]

Lesa meira...
1 33 34 35 36 37 41