Þróunarhjálp í Keníu

Norska kristniboðssambandið (NLM), samstarfshreyfing Kristniboðssambandsins, veitir þróunarhjálp í Tana-héraði í Norður-Keníu. Starfsmaður þeirra, Ingrid Næss, sendir okkur eftirfarandi grein. Heimsókn Ekki alls fyrir löngu komu fulltrúar Norska kristniboðssambandsins í heimsókn til að kynna sér þróunarstarfið í stærsta bænum á starfsvæði okkar. Í bænum, ef bæ skildi kalla, eru ekki malbikaðar götur heldur moldarslóðar. Fólk býr ekki í steinhúsum, heldur í […]

Lesa meira...

Gjöf frá vinasöfnuði

Safnaðartengsl er verkefni sem snýst um að mynda tengsl milli íslenskra þjóðkirkjusafnaða og kirkna á kristniboðssvæðum Kristniboðssambandsins í Keníu og Eþíópíu. Sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson átti frumkvæði að vinasöfnuðunum. Hann hefur kvatt íslenska söfnuði til að koma tengslunum á. Áhersla er lögð á að tengslin snúist ekki eingöngu um fjárstuðning heldur um vináttu en fjárþörf er mikil meðal safnaðanna í […]

Lesa meira...

Sat-7 sjónvarpsstöðin hittir flóttamenn

Í haust fór hópur frá kristilegu sjónvarpsstöðinni Sat-7 til Grikklands og Tyrklands til að tala við íranska og afganiska menn sem voru á flótta undan ofsóknum. Petros Mohseni var í hópnum og segir frá reynslu sinni. „Markmið okkar var að benda á erfiðleika sem fóttamenn mæta á ferðum sínum. Okkur langaði til að hvetja fólk til að biðja fyrir þeim. […]

Lesa meira...

Megi allir Kínverjar heyra

„ Því að ég er þess fullviss að hvoki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú, Drottni vorum“ (Róm.8.38-39) Útvarpsstöðin Voice of Salvation (Rödd Fagnaðarerindisins) útvarpar kristilegum þáttum til margra lokaðra landa. Kristniboðssambandið […]

Lesa meira...

Kristniboð í Japan

Leifur Sigurðsson, kristniboði í Japan, tók nýlega þátt í ráðstefnu um kristniboð í Japan. Ráðstefnan var haldin í nágrenni við hið þekkta fjall Fuji sem ekki lét sjá sig fyrr en síðasta dag ráðstefnunnar. Leifur segir það hafa verið mikil forréttindi að fá að sækja námskeið hjá CPI (Church Planting Institution). Frábær lofgjörð, mjög góð fræðsla, og flottur félagsskapur. Þarna […]

Lesa meira...

Verið stöðug í bæn fyrir Sat-7 í Egyptalandi

Ekkert nýtt hefur gerst í máli Sat-7 í Egyptalandi síðan fulltrúar egypskra yfirvalda réðust inn í kvikmyndaverið þann 10. október. Lögreglan er enn með tæknibúnað sem lagt var hald á og því er starfsemin enn að nokkru leyti lömuð. Ekki er hægt að senda út neinar beinar útsendingar og upptaka nýrra þátta er lítil. Ritskoðunardeild ríkisins lagði m.a. hald á […]

Lesa meira...

Útvarpskristniboð hefur áhrif

Ég heiti Mara. Þetta er sagan mín. Ég var lítil stúlka, 13 ára. Ég bjó við öryggi og lífið var gott. En dag einn kom ókunnur maður í heimsókn til föður míns. Þeir sátu allan daginn og töluðu saman, hlógu og rökræddu. Ég vissi ekki að um kvöldið ætti ég eftir að verða brúður þessa manns. Daginn eftir þurfti ég […]

Lesa meira...

Frímerki og mynt

Eins og flestir kristniboðsvinir vita safnar Kristniboðssambandið notuðum frímerkjum, en færri vita kannski að Kristniboðssambandið tekur líka á móti mynt. Myntin má vera í hvaða gjaldeyri sem er. Hvernig væri að taka til í skúffum og dósum og færa kristniboðinu myntina sem víða leynist? Margt smátt gerir eitt stórt. Hvað varðar frímerkin er best að fá umslögin með frímerkjunum á, […]

Lesa meira...

Fullorðnir hlusta á barnaefni

Kristilegi útvarpsþátturinn Poppkorn er fyrir börn og honum er útvarpað til Kína. Komið hefur í ljós að hann er ekki síður vinsæll á meðal fullorðinna.  Kristniboðssambandið hefur í mörg ár kostað þennan þátt sem norska útvarpsstöðin Norea vinnur í samvinnu við Voice of Salvation (Rödd hjálpræðisins) á Tævan. Efni þáttanna er eins konar sunnudagaskóli á öldum ljósvakans með biblíusögum og […]

Lesa meira...

Bænaákall frá starfsfólki Sat-7 í Egyptalandi

Laugardaginn 10. október sl. réðust fulltrúar egypskra yfirvalda inn í kvikmyndaver Sat-7 í Kaíró með heimild til húsleitar. Kvikmyndatökuvélar voru gerðar upptækar sem og  tölvubúnaður til myndvinnslu. Yfirmaðurinn, Farid Samir, var handtekinn og færður til sex klukkustunda langrar yfirheyrslu áður en  hann var aftur látinn laus. Honum hefur nú verið birt ákæra í fjórum liðum sem snýr að rekstri  sjónvarpsútsendinga […]

Lesa meira...
1 32 33 34 35 36 38