Categories
Fréttir Heimastarf

Opinn jólafundur Kristniboðsfélags karla 16. des

Kristniboðsfélag karla í Reykjavík heldur jólafund sem jaframt er fjáröflun fyrir kristniboðsstarfið, mánudagskvöldið 16. desember og verður hann opinn öllum jafnt konum sem körlum. Fundurinn hefst með borðhaldi kl 19:00 þar sem boðið verður upp á lambapottrétt. Hefðbundinn fundur hefst svo kl 20:00 og þá mun sr. Frank M. Halldórsson tala. Eftir fundinn er svo […]

Categories
Fréttir Heimastarf

Klúbburinn: Skreytum piparkökur + hús

Klúbburinn, æskulýðsstarf fyrir 11-13 ára verður með sína síðustu samveru fyrir jól annað kvöld kl. 18 í Kristniboðssalnum. Við munum bjóða upp á heitt kakó og jólatónlist á meðan við skreytum piparkökur og piparkökuhús. Undir lok stundarinnar munum við fræðast um sögu jólanna, fæðingu Jesú og merkingu hennar, og biðja saman. Öll börn á aldrinum […]

Categories
Fréttir Heimastarf

Bænasamkoma í kvöld

Í kvöld, miðvikudaginn 4. desember verður bænsamkoma í Kristniboðssalnum kl 20. Ólafur Jóhannsson hefur hugleiðingu um Rakel. Eftir samkomuna er boðið upp á kaffi og meðlæti. Komum, eigum gott samfélag og uppbyggjumst í bæn og orði Drottins. Allir hjartanlega velkomnir

Categories
Fréttir Heimastarf

Jólaminningar frá kristniboðsakrinum á Lindinni

Nú í desember verða fluttir viðtalsþættir á kristilegu útvarpsstöðinni Lindinni þar sem Helga Vilborg Sigurjónsdóttir fær til sín kristniboða og kristniboðabörn í hljóðver Lindarinnar til að rifja upp minningar frá aðventu og jólum í Keníu og Eþíópíu. Þættirnir, sem verða alls fjórir, verða frumfluttir kl. 9 á miðvikudagsmorgnum í desember og svo endurfluttir nokkrum sinnum. […]

Categories
Fréttir Kenía

Söfnun eftir aurskriður í Pókot

Um síðustu helgi féllu þrjár aurskriður í Pókothéraði í Keníu eftir langvarandi rigningar og úthelli. Skriðurnar tóku með sér hús, fólk og skepnur. Staðfest er að 43 eru látnir og alla vega 15 saknað. Aðrir lentu á spítala. Fólk hefur misst lífsviðurværi sitt, hús og akra. Samstarfskirkjan í Pókot hefur sent beiðni um hjálp til […]