Íslenskukennslan er hafin

Kristniboðssambandið býður upp á ókeypis námskeið í íslensku fyrir útlendinga á þriðjudögum og föstudögum. Námskeið fyrir byrjendur hefst kl. 9.00 og fyrir lengra komna kl. 10. Kennt er til kl. 11.30. Upplýs. í síma 5334900. Kennt er í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Ný námskeið hefjast þriðjudaginn, 4. september.

Lesa meira...

Góð minningargjöf

Börn hjónanna Gunnars Sigurjónssonar guðfræðings og Vilborgar Jóhannesdóttur færðu í dag Kristniboðssambandinu eina milljón króna minningargjöf um foreldra sína. Í dag eru 105 ár frá fæðingu Gunnars sem var starfsmaður tímaritsins Bjarma frá 1937-1941 og síðan starfsmaður SÍK frá 1941 til dánardags í nóvember 1980. Ferðaðist hann um landið ásamt öðrum starfsmönnum og kristniboðum ogsinnti boðun, fræðslu og kynningu. Þess  má […]

Lesa meira...
1 2 3 4 37