Vakning í Íran

Þótt kristin trú sé stjórnarskrárvarinn réttur fólks í Íran hafa kristnir og kirkjur þeirra sætt ofsóknum í landinu um áratugaskeið. Og þeim sem snúast frá íslam til kristni er beinlínis búin lífshætta. Undanfarið hafa borist fregnir af mótmælum víða í landinu. Að sögn varð gremja fólks vegna hækkandi eggjaverðs til þess að mótmælin hófust í byrjun desember sl. en ljóst […]

Lesa meira...

Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 3. janúar kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Guðbjörg Hrönn Tyrfingsdóttir, sem stundar nám við kristniboðsskólann Fjellhaug í Osló, kemur á samkomuna og segir frá námi sínu við skólann. Hún og fjölskylda hennar syngja á samkomunni og Guðbjörg Hrönn flytur hugvekju. Kaffi eftir samkomu. Allir hjartanlega velkomnir.

Lesa meira...

Jólakveðja og lokun

Stjórn og starfsmenn Kristniboðssambandsins senad velunnurum starfsins bestu óskir um gleðileg jól og blessunarríkt nýtt ár. Við þökkum fyrirbænir og allan stuðning við starfið í formi gjafa, sjálfboðinnar vinnu eða annars. Skrifstofan og Basarinn verða að mestu lokuð milli jóla og nýárs. Ef mikið liggur við má ná í Ragnar framkvæmdastjóra í síma 892 3504.

Lesa meira...

Jólasálmur eftir Brorson

Mitt einatt hvarflar hjarta í húsið lága inn, / þar fæddist barnið bjarta, hinn blíði Jesús minn, / þar á minn hugur heima, þar hjartað verður rótt. / Hvort mun ég mega gleyma þér, milda jólanótt? / En orð mig óðar bresta, er um það hugsa fer, / að lífsins ljósið mesta er lagt í jötu hér, / að himna […]

Lesa meira...

Jesúmyndin sýnd í Voító dalnum í Eþíópíu

Íslenskir kristniboðar hófu störf í Voító dalnum í Eþíópíu fyrir tæplega þrjátíu árum. Nú er búið að talsetja Jesúmyndina, sem byggir á frásögum Lúkasarguðspjalls, á tsamakkó, tungumál fólksins í dalnum. Jesúmyndin er nú til á 1400 tungumálum. Eftirvæntingin var mikil þegar útbúnaðinum var komið fyrir. Þriggja fermetra sýningartjald var hengt upp í tré. Sýningarvélin tengd rafgeymum var sett á lítið […]

Lesa meira...

Kristniboðar í Vestur-Afríku

Sveinn Einar Friðriksson Zimsen bjó og starfaði ásamt fjölskyldu sinni í Malí. Nú er fjölskyldan flutt til Fílabeinsstrandarinnar. Sveinn Einar sendi eftirfarandi fréttir.  Við erum nú flutt til Abidjan á Fílabeinsströndinni. Það eru mikil viðbrigði þó að við höfum búið hér áður. Við fórum frá Malí mjög skyndilega vegna hryðjuverka sem við lentum í. Við dvöldum í Noregi og á […]

Lesa meira...

Af götu í skóla

Marit Bakke stofnandi samtakanna My sisters í Addis Abeba skrifar þetta fréttabréf. Marit var í heimsókn á Íslandi í sumar og sagði m.a. frá starfinu í Addis á samkomu í Kristniboðssalnum. Margir einstaklingar styðja verkefnið Af götu í skóla með mánaðarlegu framlagi sem Kristniboðssambandið kemur til skila. Kæru vinir samtakanna My Sisters (Systur mínar) Ég er nýkomin aftur til Noregs […]

Lesa meira...

Annasamt haust hjá Leifi í Japan

Kristniboðsráðstefna.      Allir kristniboðarnir (NLM, FLM, FLOM, og SÍK) sem starfa innan Lúthersku kirkjudeildarinnar í Vestur-Japan (WJELC) fengu fækifæri til að fara á kristniboðsráðstefnu sem Japan Church Planting Institute (CPI) heldur á tveggja ára fresti. Þessar ráðstefnur eru haldnar til að stuðla að boðunarstafi í Japan. Þetta er samvinnuverkefni milli kristniboða frá ýmsum löndum og innlendra leiðtoga frá evangelísku […]

Lesa meira...
1 2 3 4 30