Sunnudagssamkoma 29. september

Yfirskrift samkomunnar er: Afhverju þurfti Jesús að deyja?Ræðumaður: Kristján Þór SverrissonSigurður Bjarni Gíslason leiðir lofgjörðinaSunnudagaskóli fyrir börnin í umsjá Dagbjarts Elí KristjánssonarBoðið upp á túlkun yfir á ensku í gegnum túlkunarbúnaðLofgjörð, fyrirbæn og kærleiksríkt samfélagLjúffengur matur í boði eftir samkomuna sem Laufey Aðalsteinsdóttir reiðir fram af sinni alkunnu snilld. Maturinn kostar 1000 kr á mann, 500 kr fyrir 10- 16 […]

Lesa meira...

Fjölskyldumót í Vatnaskógi

Helgina 11.- 13 október mun Kristniboðssambandið ásamt Íslensku Kristskirkjunni halda haustmót í Vatnaskógi. Dagskráin verður sniðin fyrir fólk á öllum aldri og verður sérstök dagskrá fyrir börnin. Verði verður stillt í hóf en nánari upplýsingar um það og nákvæmari dagskrá munu birtast hér á næstu dögum. Við hvetjum okkar fólk til að taka helgina frá og njóta samfélagsins og þess […]

Lesa meira...

Heimsókn frá Noregi á samkomu í kvöld

Hér á landi er nú staddur hópur frá biblíuskólanum Fjellheim í Noregi. Hópur frá skólanum hefur komið hingað á hverju hausti núna nokkur undanfarin ár og tekið virkan þátt í starfi Kristniboðssambandsins, Kristilegu skólahreyfingarinnar og fleiri kristilegra félaga og hópa. Þau munu taka þátt í samkomunni í kvöld með vitnisburðum og söng. Kennarinn þeirra, Jörgen Storvoll mun hafa hugleiðingu. Samkoman […]

Lesa meira...

Átt þú tíma aflögu?

Á hverjum þriðjudags og föstudagsmorgni kemur saman hópur af fólki allsstaðar að úr heiminum til þess að læra íslensku. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir, kristniboði og kennari sér um kennsluna en henni til aðstoðar er hópur sjálfboðaliða. Það má segja að án sjálfboðaliðanna gengi þetta ekki upp því eftir innlögn dagsins er nemendum skipt í hópa eftir kunnáttu í málinu þar sem […]

Lesa meira...

Lágmarksmönnun á skrifstofunni á næstunni

Skrifstofa Kristniboðssambandsins er alla jafna opin virka daga kl 9- 16. Vegna fækkunar starfsfólks, leyfa og verkefna annarsstaðar ofl. eru undantekningar þar á, einkum núna til 7. október. Ef ekki svarar á skrifstofunni flyst símtalið sjálfkrafa á Basarinn í Austurveri sem getur sinnt flestum erindum Kristniboðssambandsins. Basarinn er opinn alla virka daga kl 11- 18.

Lesa meira...

Gestir frá Noregi

Sunnudaginn 22. september kemur í heimsókn til okkar 9 manna hópur frá biblíuskólanum Fjellheim í Noregi. Undan farin ár hefur kennarinn þeirra , Jörgen Storvoll komið með hóp frá skólanum sem hefur dvalið hér í um vikutíma og tekið þátt í starfi Kistniboðssambandsins og einnig heimsótt kirkjur og söfnuði á höfuðborgarsvæðinu. Í ár verður engin breyting þar á og munu […]

Lesa meira...
1 2 3 4 48