Samkoma miðvikudag

Samkoma verður miðvikudaginn 27. júní kl. 20 í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60. Yfirskriftin er: Í ljósinu (1. Þess. 5.1-11). Ræðumaður er Daníel Steingrímsson. Kaffi eftir samkomu. Allir velkomnir.   Minnum á Löngumýrarmótið 20.-22. júlí. Skráning er hafin.

Lesa meira...

Er Japan kirkjugarður kristniboðs?

Leifur Sigurðsson kristniboði skrifar frá í Japan. Í sögu kristniboðs var stundum talað um ákveðin svæði og lönd sem „kirkjugarð kristniboða“ (enska: missionary graveyard eða graveyard of missionaries). Hugtakið varð til á fyrri hluta 19. aldar og vísaði til staða, sérstaklega í Afríku þar sem margir kristniboðar létu lífið úr hitabeltissjúkdómum eða týndu lífinu í ofsóknum. Þetta voru staðir eins og […]

Lesa meira...

Norður-Kórea

Stjórn Norður-Kóreu hefur markvisst reynt að útrýma kristinni trú en þrátt fyrir það fjölgar þar kristnu fólki. Í 70 ár hefur Kóreu verið skipt í tvö ríki. Í suðri er lýðræði. Þar er ein fjölmennasta kirkja heims, Yoido Full Gospel kirkjan, með um milljón meðlimi. Í Suður-Kóreu telur 30% þjóðarinnar sig vera kristna. Þeir senda fleiri kristniboða til starfa en […]

Lesa meira...

Ævisaga Guðrúnar Lárusdóttur

Í nýlegu tölublaði Kristniboðsfrétta var kynnt áskrift að bók um ævi og störf Guðrúnar Lárusdóttur, sem var framakona á mörgum sviðum og um tíma formaður Kristniboðsfélags kvenna í Reykjavík og alþingismaður. 80 ár eru liðin frá andláti hennar í haust. Enn er opið fyrir heiðursskráningu út júní. Þar sem upplýsingar voru ekki allar réttar eru þær birtar hér leiðréttar: Tengiliður: […]

Lesa meira...

Af götu í skóla

Kristniboðssambandið styður fátæk börn í Addis Abeba með hjálp margra einstaklinga sem gefa mánaðarlega til verkefnisins. Verkefnið kallast Af götu í skóla og felst í því að hjálpa börnum og fjölskyldum þeirra til sjálfshjálpar. Samtökin My sisters (Systur mínar) sjá um verkefnið. Nýlega barst bréf frá Lisbeth Guren, sem verið hefur sjálfboðaliði hjá samtökunum einn dag í viku. Hún sendir stuðningsfólki […]

Lesa meira...

Kristniboði í Vestur-Afríku

Sveinn Einar Friðriksson Zimsen býr og starfar, ásamt fjölskyldu sinni, á Fílabeinsströndinni. Hann skrifar: Við erum núna búin að vera hér í Abidjan í um 9 mánuði og við höfum það gott, bæði stór og smá. Naomi og Aron eru mjög ánægð í alþjóðlega skólanum hér og Davíð og Neema eru ánægð heima hjá dagmömmu. Ég og Aníta, eiginkona mín, […]

Lesa meira...

Horfir á skólasjónvarp SAT-7 með barnabörnunum

Sat-7 sjónvarpsstöðin sendir út skólasjónvarp (SAT-7 ACADEMY) til Mið-Austurlanda og Norður-Afríku allan sólarhringinn. Talið er að 1,3 milljónir barna og unglinga horfi á það. Boutros starfaði sem smiður en er nú kominn á eftirlaun. Hann býr í Líbanon. Þegar barnabörnin hans, tvíburarnir Aya og Iwan, 8 ára, koma í heimsókn tvisvar í viku horfa þau saman á skólasjónvarpið. Afinn nýtur […]

Lesa meira...
1 2 3 4 35