Opinn jólafundur Kristniboðsfélags karla 16. des

Kristniboðsfélag karla í Reykjavík heldur jólafund sem jaframt er fjáröflun fyrir kristniboðsstarfið, mánudagskvöldið 16. desember og verður hann opinn öllum jafnt konum sem körlum. Fundurinn hefst með borðhaldi kl 19:00 þar sem boðið verður upp á lambapottrétt. Hefðbundinn fundur hefst svo kl 20:00 og þá mun sr. Frank M. Halldórsson tala. Eftir fundinn er svo boðið upp á kaffi.
Maturinn kostar 2500 kr á mann og fer skráning fram á skrifstofu Kristniboðssambandsins í s. 533 4900 eða í gegnum netfangið sik@sik.is.
Skráningu lýkur á hádegi þann 12. desember.
Allur ágóði rennur til starfs Kristniboðssambandsins