Miðvikudagskvöldið 22. mars kl. 20 verður fræðslukvöld í Kristniboðssalnum. Ragnar Gunnarsson fjallar um Opinberunarbókina, hvernig rit bókin er, sérstöðu hennar, hvernig við getum skilið tákn- og myndmál hennar, meginboðskap hennar og hvaða erindi hún á við okkur. Þetta er fyrsta fræðslustundin af nokkrum um Opinberunarbókina og verða hinar stundirnar í maí og júní
Það eru allir hjartanlega velkomnir á fræðslukvöldið
Eftir stundina er boðið upp á kaffi og samfélag