Oddrún Uri á förum til Noregs

Oddrún Jónasdóttir Uri er ein af okkar dýrmætu sjálfboðaliðum. Hún fluttist til Íslands árið 1962 en er nú á förum aftur á æskuslóðirnar í Noregi. Við hóuuðum saman nokkrum vinum og samstarfsfólki Oddrúnar innan Kristniboðssambandsins til að kveðja hana formlega í morgun. Hún hafði haft á orði að hún ætti eftir að sakna víðáttunnar á Íslandi þegar hún verður komin heim í skógi vaxinn dalinn þar sem hún er fædd. Því kom upp sú hugmynd að færa henni mynd af íslenskri víðáttu sem hún gæti horft á þegar hún saknaði Íslands og vinanna hér. Aðalkveðjugjöfin eru þó peningagjafir sem vinir hennar hafa gefið til kristniboðsstarfsins í hennar nafni og gladdi það hana mest. Við þökkum Oddrúnu fyrir allt hennar ómetanlega og óeigingjarna starf, trúfesti hennar og bænir. Við biðjum Guð að blessa hana og leiða á ferðalaginu til Noregs og áframhaldandi.