Kirkjuvígsla í Pókot

Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri Kristniboðssambandsins heimsækir þessa dagana Pókothérað í Keníu til að kenna á námskeiðum í Kapengúría og fylgja eftir ýmsum verkefnum. Með honum í för eru Katrín Ásgrímsdóttir, Gísli Guðmundsson og Fanney Gísladóttir. Hægt er að fylgjast með ferðinni á fésbókarsíðu SÍK.

Einn af þeim stöðum sem þau hafa heimsótt er stúlknaframhaldsskólinn í Kamununo. Þar er verið er að byggja heimavist, kennslustofur og skrifstofu- og starfsmannaaðstöðu fyrir skólann sem er um 130 km norður af Kapengúría, í Kasei. Heimamenn, SÍK, Hallgrímskirkja og Þróunarsamvinnusvið utanríkisráðuneytisins fjármagna byggingarnar. Ferðin til Kasei tók þrjá og hálfan tíma og annað eins tilbaka til Kapengúría, sem segir sína sögu um ástand vegarins.

Þá fóru þau einn dag til Propoi í Cheparería til að skoða tveggja hæða nýbyggingu sem Þróunarsamvinnusvið utanríkisráðuneytisins styrkti í tveimur áföngum, hvora hæðina fyrir sig. Nú stendur til að ljúka byggingu og frágangi á næstu mánuðum. Um 550 stúlkur eru í framhaldsskólanum og breytir menntun þeirra miklu fyrir framtíð þeirra.

Sunnudaginn, 24. febrúar, fór fram kirkjuvígsla í Chepkobegh. Kirkjan var reist til minningar um foreldra Gísla þau Guðmund Gíslason og Fanneyju Jónsdóttur.  Hátíðardagskráin var vegleg og löng að hætti heimamanna. Katrín Ásgrímsdóttir, eiginkona Gísla, ávarpaði söfnuðinn og gesti í upphafi vígslu áður en gengið var inn í kirkjuna. Sjá myndir.

Minningarskjöldur.

Fjölmenni var við vígslu kirkjunnar. Katrín fremst á myndinni.

Ragnar, Gísli og Katrín fyrir framan nýju kirkjuna í Chepkobegh.

Dagskráin í fullum gangi.

Katrín Ásgrímsdóttir ávarpar söfnuðinn og gesti áður en vígsluathöfnin hefst.

Stúlknaframhaldsskólinn í Propoi.

Vinna við skólabygginguna í Propoi.

Hin glæsilega tveggja hæða bygging í Propoi.

Ragnar Gunnarsson með Chepareria og sléttuna í baksýn.

Gestirnir fengu góðar móttökur í framhaldsskólanum í Kamununo.

Kristniboðssambandið byggir marga framhaldsskóla í Pókot.

Ragnar ásamt heimamönnum í Kamununo.