Nýjar fréttir frá Keníu á samkomu í kvöld

Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri SÍK kom heim frá Keníu fyrir helgi þar sem hann var að fylgja eftir verkefnum okkar og funda með leiðtogum kirkjunnar. Hann mun flytja okkur glóðvolgar fréttir frá starfinu á samkomu í Kristniboðssalnum í kvöld, miðvikudaginn 8. mars, kl. 20

Haraldur Jóhannsson hefur hugleiðingu og talar út frá Mark. 10. 17- 34 undir yfirskriftinni: Að fylgja Jesú

Eftir samkomuna er boðið upp á kaffi og samfélag

Allir hjartanlega velkomnir