Nýjar fréttir frá Eþíópíu á samkomu 29. janúar

Fjórða miðvikudagssamkoma hvers mánaðar er helguð kristniboðsstarfinu og þá fá fréttir af kristniboðsakrinum og einstökum verkefnum starfsins meira vægi en ella.
Miðvikudaginn 29. janúar munu hjónin Ragnar Schram og Kristbjörg Kía Gísladóttir segja frá ferð sem þau fóru ásamt börnum sínum og tengdasyni til Eþíópíu sl. jól og áramót . Ragnar og Kía störfuðu um árabil sem kristniboðar á vegum SÍK bæði við kennslu í Addis Abeba og svo í Omo Rate. Kía mun einnig hafa hugleiðingu.

Eftir samkomuna er boðið upp á kaffi og meðlæti

Verið hjartanlega velkomin 🙂