Nýjar bækur frá Salti ehf.

Litla hugvekjubókin Orðið er reyndar ekki alveg ný, hún kom fyrst út á íslensku fyrir 70 árum í þýðingu Gunnars Sigurjónsssonar, og er nú endurútgefin, enda verið uppseld í hálfa öld. Bókin hefur orðið mörgum til blessunar og uppörvunar og er nú gefin út í stærra broti en er að öðru leyti óbreytt.

Föndurbiblía barnanna er væntanleg úr prentun fyrir páska. Í henni eru helstu sögur Biblíunnar í bland við þrautir og allskonar föndur sem hentar vel börnum á aldrinum 3-10 ára.

Allar bækur Salts eru fáanlegar á Basarnum í Austurveri. Það er líka hægt að panta þær frá skrifstofu SÍK í síma 5334900 og greiða með korti eða millifærslu.