Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar í Eþíópíu

Stjórn Kristniboðssambandsins ákvað nú í maí að svara játandi neyðarkalli frá Eþíópíu vegna hungursneyðar í Eþíópíu. SÍK leggur til fjármagn, ásamt norskum og dönskum samstarfssamtökum, til að gera Mekane Yesu kirkjunni í landinu betur kleift að bregðast við aðstæðum þar sem þær eru verstar. Skuldbinding SÍK er um 350 þúsund krónur en ef gjafafé fer fram úr því verður það sent að auki.

Ef fólk vill leggja fram sinn skerf vegna hungurs í Eþíópíu má hafa samband við skrifstofu SÍK eða leggja beint inn á reikning nr. 0117-26-009000, kt. 550269-4149. Vinsamlegast merkið gjöfina „neyð“ til að ljóst sé hvernig ráðstafa á gjöfinni.

RG