Námskeið og fyrirlestur um línblæjurnar (líkklæðin) í Torino

Oddvar Søvik, guðfræðingur og fyrrum fríkrikjuprestur í Noregi, er fræðari námskeiðs um Heilagan anda nú um helgina í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð:

Föstudagur 22. september kl. 20: Andinn gefur líf

Laugardagur 23. september kl. 10: Andinn gefur vöxt

Hádegishlé – einfaldur matur á staðnum

Laugardagur 23. september kl. 13: Andinn gefur kraft til þjónustu með náðargjöfum

Allir eru velkomnir á hluta eða allt námskeiðið. Aðgangur er ókeypis en tekið á móti frjálsum framlögum.

Samkoma verður í Kristniboðssalnum á sunnudag kl. 17. Oddvar Søvik fjallar um efnið: Fyllist andanum! Allir velkomnir, barnastarf á sama tíma, fyrirbæn og matur eftir samkomuna.

Loks verður Oddvar með fyrirlestur á sama stað kl. 19 sem stendur yfir í um 45 mínútur. Hann flytur hann á norsku en reynt verður að túlka til hliðar fyrir þá sem þurfa. Fyrirlesturinn heitir: Likkledet i Torino. Hvor tro og vitenskap møtes. Hann sýnir myndir með til útskýringa.

Oddvar hefur í tæpa fjóra áratugi fylgst með rannsóknum vísindamanna og skrifum fræðimanna um klæðin sem talin eru hafa verið í gröf Jesú eftir upprisu hans og tvisvar farið til að skoða þau með eigin augum. Allir eru hjartanlega velkomnir.