Miðvikudagssamkomur í janúar 2020

Á hverjum miðvikudegi eru samkomur í Kristniboðssalnum. Samkomurnar hafa mismunandi áherslur ss. lofgjörð og bæn, kristniboðsfræðsla og fréttir af starfinu og fræðslukvöld þar sem kafað er dýpra í texta Biblíunnar. Nú á vorönn stendur líka til að bjóða upp á fjölskyldusamverur einu sinni í mánuði en það verður auglýst betur og sérstaklega. Dagskrá vorannarinnar er enn í undirbúningi en hér gefur að líta dagskrá janúarmánaðar. Eftir samkomur er boðið upp á kaffi og meðlæti. Það eru allir hjratanlega vekomnir á samkomurnar.

8. janúar

Samkoma kl 20

Ræðumaður: Ólafur Hauksteinn Knútsson, prestur Íslensku Kristskirkjunnar

Tónlistarflutningur:  Jóhann Schram Reed og Keith Reed

Ásta B. Schram leiðir stundina

15. Janúar

Lofgjörðar og bænasamkoma kl 20

Sveinbjörg Björnsdóttir flytur vitnisburð

Mikil bæn og lofgjörð

Boðið upp á fyrirbæn

Bjarni Gunnarsson og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir leiða lofgjörðina

22. janúar

Fræðslukvöld kl 20 

Höldum áfram þar sem frá var horfið fyrir áramót að fræðast um persónur úr Biblíunni

Umsjón og fræðsla er í höndum Ragnars Gunnarssonar

29. janúar

Kristniboðssamkoma kl 20

Ragnar Schram og Kristbjörg Kía Gísladóttir segja frá ferð sinni til Eþíópíu um jólin 2019 og Kía hefur hugleiðingu