Miðvikudagssamkomur hefjast aftur

Nú hafa reglur um fjöldatakmarkanir verið rýmkaðar og við stefnum á að fara rólega af stað aftur með miðvikudagssamkomur nú í vikunni. Samkomurnar verða með einföldu sniði og verður áfram streymt út á netinu en við viljum bjóða þeim sem treysta sér til að koma og vera með okkur. Við munum gæta fyllsta öryggis varðandi sóttvarnir og virða tveggja metra regluna. Miðvikudaginn 6. maí mun Guðlaugur Gunnarsson, kristniboði hafa hugleiðingu og Sálmavinafélagið leiðir tónilstina. Samkomurnar og beina streymið þ.a.l. líka munu hefjast kl 20 Ekki verður boðið upp á kaffi eftir samkomurnar fyrst um sinn.