Miðvikudagssamkoma 24. maí

Einu sinni í mánuði er yfirskrift á samkomunum Sálmur og bæn. Þá fáum við að heyra hugleiðingu og vitnisburði og tökum tíma til að biðja saman. Á morgun 24. maí kl. 20 verður slík samvera en þá mun Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir, ljóðskáld og sjálfboðaliði í íslenskukennslunni hafa hugleiðingu. Elba Bára Nunes, spænskukennari sem einnig er sjálfboðaliði í íslenskukennslunni mun flytja okkur vitnisburð sinn.

Eftir samveruna er boðið upp á kaffi og samfélag

Allir hjartanlega velkomnir!