Miðar í Hvalfjarðargöngin

Ekki er lengur innheimt veggjald fyrir akstur í gegnum Hvalfjarðargöngin. Spölur endurgreiðir miða í göngin sem fólk kann að eiga í fórum sínum. Þeir sem vilja geta gefið SÍK miðana sína og þannig styrkt málefni kristniboðsins.

Tekið er við miðum í Basarnum Austurveri og á skrifstofu SÍK. Svo má senda miðana í pósti á eftirfarandi heimilisfang:

Kristniboðssambandið
Háaleitisbraut 58-60
108 Reykjavík

Með kærri þökk og von um jákvæð viðbrögð.