Messa kl. 11 15. mars

posted in: Óflokkað | 0

Öll sem treysta sér til eru velkomin í messu kl. 11 í Grensáskirkju í dag 15.3. Þar sem flugi Temesgen Shibru, gests vikunnar hefur verið flýtt mun hann ekki prédika í messunni heldur mun Ragnar Gunnarsson, framkvæmdarstjóri SÍK hlaupa í skarðið. Með honum þjóna Ólafur Jón Magnússon starfsmaður SÍK og Eva Björk Valdimarsdóttir prestur Í Fossvogsprestakalli. Hvorki verður boðið upp á altarisgöngu né messukaffi til þess að draga úr smithættu. Ásta Haraldsdóttir organisti og félagar úr kór Grensáskirkju leiða safnaðarsönginn ásamt Sálmavinafélaginu í stað Karlakórs KFUM.