Má bjóða þér rafræna áskrift?

Kæru kristniboðsvinir!
Kristniboðssambandið gefur út tvö blöð, Kristniboðsfréttir og kristilega tímaritið Bjarma. Nú eru breyttir tímar og margir vilja minnka bréfpóst sem kemur inn á heimilin en einnig hefur kostnaður við að senda póst bréfleiðis hækkað mikið. Við viljum því hvetja alla sem eru áskrifendur að Kristniboðsfréttum og Bjarma að láta breyta áskrift sinni í rafræna áskrift. Það er einfaldlega gert með því að senda okkur póst á sik@sik.is.
Ef þú ert ekki áskrifandi en vilt bætast á listann má einni senda póst á sama netfang. Áskrift að Kristniboðsfréttum er ókeypis en rafræn áskrift að Bjarma kostar 2950 (hefðbundin áskrift kostar 4950)