Lokasamkoma kristniboðsviku, í dag sunnudag

Lokasamkoma kristniboðsviku verður í dag, sunnudaginn 4. mars kl. 17, í Kristniboðssalnu, Háaleitisbraut 58-60.

Yfirskriftin er: Fylgdu Jesú um allan heim. Ræðumaður er Björn-Inge Furnes Aurdal.

Karlakór KFUM syngur undir stjórn Laufeyjar Geirlaugsdóttur.

Eftir samkomu verður boðið upp á eþíópískan mat sem þarf að panta fyrirfram.