Lofgjörðarstund í streymi

Á morgun, miðvikudaginn 14. október munum við streyma beint frá Kristniboðssalnum á samkomutíma kl. 20. Hægt er að fylgjast með streyminu á fésbókarsíðu SÍK. Helga Vilborg Sigurjónsdóttir og Bjarni Gunnarsson munu leiða lofgjörð og lesa stuttar hugvekjur.

Ef einhvejir vilja koma og taka þátt í salnum er það velkomið svo lengi sem fjöldinn fer ekki yfir 20 manns.

Við bendum þeim sem vilja gefa til starfins að hægt er að leggja inn á reikn. 0117- 26- 2800 kt 550269- 4149