Lofgjörðarstund í kristniboðssalnum miðvikudagskvöld kl. 20

Annað kvöld, miðvikudaginn 10. febrúar verður lofgjörðarstund í Kristniboðssalnum kl. 20. Stundinni verður streymt live á facebook en nú getum við einnig tekið á móti fólki í salinn 🙂 Bjarni Gíslason hefur hugleiðingu og Ragnar Gunnarsson segir stuttlega frá stöðu kristniboðsstarfsins. Bjarni Gunnarsson og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir leiða lofgjörðina.