Línuhappdrætti Kristniboðsfélags kvenna

posted in: Óflokkað | 0

Kristniboðsfélag kvenna í Reykjavík efnir til línuhappdrættis á næstu dögum en konurnar hafa lengi haft slíkt happdrætti sem hluta af árlegum jólabasar. Basarinn fellur niður í ár vegna samkomutakmarkana. Í boði verða 50 vinningar á 300 línur eða númer og hver lína kostar 2.000 krónur. Dregið verður 8. eða 9. desember. Unnið er að eifaldri, tæknilegri lausn svo kaupa megi línu hér beint af síðunni og verður sú lausn vonandi tilbúin fyrir helgi. Þá verður happdrættið kynnt nánar.

Línuhappdrætti